Iðja hæfing

Iðja og ferðaþjónusta fatlaðra

Iðja hæfing er vinnustaður þar sem fólk með fötlun vinnur að fjölbreyttum verkefnum.  Hún er staðsett við Sæmundarhlíð á Sauðárkróki.

Markmið Iðju eru: 

  • Að auka færni og hæfni einstaklinga með fötlun til að starfa og taka þátt í daglegu lífi. 
  • Að gefa einstaklingum með fötlun kost á að sækja dagþjónustu við hæfi utan heimilis. 
  • Að búa einstaklinga með fötlun undir að starfa á almennum vinnumarkaði.

Ferðaþjónusta fatlaðra 

Sækja þarf um akstur í íbúagátt Sveitarfélagsins Skagafjarðar eða á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Fjölskylduþjónustunnar.


Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra. 

Nánari upplýsingar gefur: 

Mynd Jónína G Gunnarsdóttir   Jónína G Gunnarsdóttir, forstöðumaður Iðju hæfingar
  Netfang: idja(hja)skagafjordur.is  
  Sími: 453 6853