Ferðaþjónusta fatlaðra

Skv. 35. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 skulu sveitarfélög skulu gefa fötluðum kost á ferðaþjónustu. Markmið ferðaþjónustu fatlaðra er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um rekstur ferðaþjónustu fatlaðra.


Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra.


Jafnframt skulu fatlaðir eiga rétt á ferðaþjónustu á vegum sveitarfélaga vegna aksturs á þjónustustofnanir skv. 1.–4. tölul. 9. gr. og vegna annarrar sértækrar þjónustu sem veitt er fötluðum sérstaklega.  Þær stofnanir sem þar um ræðir eru 

1.       Hæfingar- og endurhæfingarstöðvar.
2.       Dagvistarstofnanir fatlaðra.
3.       Verndaðir vinnustaðir.
4.       Leikfangasöfn.

Suðurleiðir ehf. annast akstursþjónustu þessa í Skagafirði skv. sérstökum þjónustusamningi við sveitarfélagið.

Sækja þarf um akstur í íbúagátt Sveitarfélagsins Skagafjarðar eða á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Fjölskylduþjónustunnar. 

Nánari upplýsingar um akstursþjónustu fatlaðra gefa:

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri s. 455 6066 gretasjofn(hja)skagafjordur.is  og Sigþrúður Jóna Harðardóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, Sími: 455 6082 sigthrudur(hja)skagafjordur.is