Atvinnumál fatlaðra

Atvinna með stuðningi (AMS) er fyrir þá sem þurfa stuðning við að komast út á almennan vinnumarkað.  Þessi aðferð hefur reynst þeim vel sem ekki hafa verið í vinnu um lengri eða skemmri tíma.  
Hún felur í sér m.a. eftirfarandi þætti:

  • Atvinnuleit 
  • Ráðgjöf og stuðning við fatlaða og aðstandendur þeirra í tengslum við atvinnumál. 
  • Ráðgjöf og stuðning við starfsmenn fyrirtækja á almennum vinnumarkaði, sem ráða fatlaða til starfa. 
  • Að vera milligöngumaður fyrirtækja og Tryggingastofnunar ríkisins um gerð örorkuvinnusamninga, sem gefa einstaklingum með skerta vinnufærni tækifæri til launaðrar vinnu samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.