Fatlað fólk

Ýmis úrræði og þjónusta er í boði fyrir fatlaða einstaklinga í sveitarfélaginu Skagafirði

 

Ráðgefandi hópur um aðgengismál

Starfandi er ráðgefandi hópur um aðgengismál í Skagafirði. Hópurinn heyrir beint undir byggðarráð. Í ráðgjafahópnum eiga sæti fjórir fulltrúar sem skipaðir eru af byggðarráði og skiptast þannig að tveir fulltrúar eru frá sveitarfélaginu, einn fulltrúi frá Sjálfsbjörg í Skagafirði og einn fulltrúi frá Þroskahjálp í Skagafirði. Formaður hópsins skal vera frá sveitarfélaginu Skagafirði. Með hópnum starfar sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sem jafnframt er aðgengisfulltrúi sveitarfélagsins.

Markmiðið hópsins er að yfirfara fyrirhugaðar framkvæmdir hjá sveitarfélaginu með tilliti til aðgengis, koma með tillögur um endurbætur á aðgengi og forgangsröðun þeirra. Tillögurnar eru hafðar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlana hvers árs.

Helstu hlutverk hópsins eru:

  • Að vera til ráðgjafar í málefnum tengdum aðgengismálum.
  • Að gera tillögur um markmið og úrbætur í aðgengismálum hjá sveitarfélaginu
  • Að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið sveitarstjórnar í aðgengismálum nái fram að ganga.
  • Að sinna stefnumótunarverkefnum í aðgengismálum hjá sveitarfélaginu.
  • Að vinna að því að efla vitund íbúa sveitarfélagsins á mikilvægi aðgengis.
  • Að koma með tillögur að merkingum.
  • Að sjá til þess að lögum, reglum og fyrirmælum um aðgengi fatlaðra sé fylgt.

Í störfum sínum skal hópurinn taka mið af þeim lögum og reglugerðum sem gilda um starfssvið hópsins. Þá skal hópurinn fylgja sveitarstjórnarlögum og samþykktum um stjórn og fundarsköp Skagafjarðar eins og þau eru hverju sinni.

 

Reglur um framkvæmd þjónustu við fatlaða einstaklinga

 Greiðslur