Heimaþjónusta
Heimaþjónusta er einkum ætluð þeim sem ekki geta einir og óstuddir séð um heimilishald vegna skertrar getu vegna veikinda, álags, öldrunar eða fötlunar. Markmið hennar er að efla fólk til sjálfsbjargar og gera því kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.
Til heimaþjónustu telst heimilishjálp og heimsending matar.
Heimilishjálp er aðstoð við heimilishald svo sem nánar er greint frá í reglum um heimaþjónustu, aðstoð við persónulega umhirðu sem ekki er í verkahring heimahjúkrunar, félagslegan stuðning, t.d. með innliti og stuttri viðveru og aðstoð við umönnun barna og unglinga með hliðsjón af aðstæðum þegar um erfiðar fjölskylduaðstæður er að ræða, t.d. veikinda, fötlunar eða félagslegra erfiðleika.
Heimsending matar er fyrir þá sem geta ekki annast matseld sjálfir. Maturinn er greiddur af þeim sem hans njóta en sveitarfélagið sér um dreifingu þeim að kostnaðarlausu. Heimsending matar er skipulögð á Sauðárkróki. Í öðrum tilvikum er reynt að finna einstaklingsbundnar lausnir.
Reglur um heimaþjónustu
Gjaldskrá heimaþjónustu 2022
Umsókn um heimaþjónustu
|