Félagsstarf aldraðra
Sveitarfélaginu er skylt samkvæmt lögum að tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstundastarfi við þeirra hæfi. Í því sambandi skal lögð sérstök áhersla á fræðslu og námskeiðahald um réttindi aldraðra og aðlögun að breyttum aðstæðum sem fylgja því að hætta þátttöku á vinnumarkaði og halda úti almennu félagsstarfi.
Þessari lagaskyldu sinnir sveitarfélagið aðallega með því að styðja við félags- og tómstundastarf Félags eldri borgara í Skagafirði í Húsi frítimans, við Félag aldraðra í Hofshreppi hinum forna á Hofsósi og loks við samverustundir eldri borgara á Löngumýri.
Starfsfólk Félagsþjónustunnar annast fræðslu og ráðgjöf á þessum samverum ef óskað er eftir.
Stefna sveitarfélagsins er að byggja á og hlúa að frumkvæði eldri borgaranna sjálfra. Reynslan bendir til að það efli áhuga og þátttöku þeirra sem hlut eiga að máli.