Dagdvöl aldraðra

Dagdvöl aldraðra er dagþjónusta fyrir aldraða einstaklinga í Skagafirði. Dagdvölin hefur 11 rými, 20-25 einstaklingar njóta þjónustunnar. Opið er 5 daga vikunnar. Markmið starfsins er að veita hjálp til þess að hinn aldraði geti búið eins lengi á heimili sínu og kostur er en þurfi ekki að leggjast inn á sólarhringsstofnun fyrr en hann óskar þess sjálfur. 

Dagdvölin er opin fimm daga vikunnar. Þar er boðið upp á:

 • félagslegan stuðning og ráðgjöf
 • eftirlit með heilsufari
 • fræðslu um atriði sem tengjast öldrun 
 • aðstoð við þjálfun og athafnir daglegs lífs
 • aðstoð við persónulega umhirðu
 • þjálfun í sundlaug og tækjasal
 • tómstundastarf
 • handmennt
 • heitan mat í hádegi, kaffi og meðlæti
 • akstur heiman og heim
 • félagslega og persónulega samveru


Þjónustan nýtist bæði íbúum í dreifbýli og þéttbýli. Þjónustubíll fer alla daga um Sauðárkrók og fjóra daga um sveitina og sækir þjónustuþega.

Umsóknir og upplýsingar eru í höndum forstöðumanns dagdvalar. 

Umsókn um Dagdvöl aldraðra 

Reglur um Dagdvöl aldraðra í Sveitarfélaginu Skagafirði 2017  (undir liðnum Félags- og fjölskylduþjónusta).

Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2019

Lög um málefni aldraðra nr 125/1999

 

 
  Stefanía Sif Traustadóttir
  Forstöðumaður Dagdvalar aldraðra
  Sími 453 5909
  Netfang: stefaniast(hja)skagafjordur.is