Dagdvöl aldraðra

Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir eldri borgara í Skagafirði sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa sem lengst í heimhúsi. Lögð er áhersla á að styðja notendur til sjálfstæðis og sjálfræðis, tekið er mið af getu hvers og eins þannig allir fái að njóta sín, upplifi öryggi og vellíðan.

Boðið er uppá:

  • Félagslegan stuðning og ráðgjöf.
  • Aðstoð við athafnir daglegs lífs.
  • Eftirlit með heilsufari.
  • Hreyfingu – sund, tækjasal, leikfimi og gönguferðir.
  • Handverk.
  • Hádegisverð og síðdegishressingu.
  • Akstur að heiman og heim.

Dagdvöl er opin fimm daga vikunnar og nýtist þjónustan bæði íbúum í dreifbýli og þéttbýli.
Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta sér dagdvölina, en það getur verið allt frá einum degi upp í alla virka daga.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir forstöðumaður.

Sótt er um í Dagdvöl aldraðra í íbúagátt Umsókn um Dagdvöl aldraðra 

Reglur um Dagdvöl aldraðra í Sveitarfélaginu Skagafirði 2017 

Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2022

Lög um málefni aldraðra nr 125/1999

 

 
  Stefanía Sif Traustadóttir
  Forstöðumaður Dagdvalar aldraðra
  Netfang: stefaniast(hja)skagafjordur.is