Byggðasafn Skagfirðinga - laus störf

Byggðasafn Skagfirðinga - laus störf

Fornleifafræðingur

Hægt er að sækja um starfið hér  Sækja um starf 

 

Byggðasafn Skagfirðinga starfar eftir stofnskrá og safnstefnu, skv. lögum um starfsemi viðurkenndra safna, þar sem tilgreind eru markmið safnsins og stefna í söfnun, varðveislu, rannsóknum, miðlun og safnfræðslu. Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga var stofnuð árið 2003. Hún stendur fyrir og stuðlar að rannsóknum á menningarminjum í Skagafirði og víðar.

Höfuðstöðvar safnsins eru í Glaumbæ þar sem safnið var stofnað árið 1948 en gamli torfbærinn hefur verið falleg umgjörð um sýningar safnsins frá upphafi og mikill innblástur fyrir starfsemi þess. Safnið hefur stundað rannsóknir á torfi um árabil og staðið fyrir námskeiðshaldi í torfhleðslu í gegnum Fornverkaskólann, sem safnið stofnaði árið 2007 ásamt Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Háskólanum á Hólum