Atvinnumál
Hjá sveitarfélaginu Skagafirði starfa um 440 starfsmenn og er fjölbreytileikinn mikill. Lögð er áhersla á að sveitarfélagið hafi ávallt á að skipa hæfum og áhugasömum einstaklingum sem mynda eina heild. Þeir sem hafa áhuga á að starfa hjá okkur eru hvattir til að sækja um.
Leiðarljós sveitarfélagsins í starfsmannamálum
Erum opin fyrir nýjungum
Fagmennska í fyrirrúmi
Leitum leiða til framfara
Umhyggja fyrir samborgurum okkar
Metnaður til að bæta okkur
Stöðugar umbætur
Traust til starfsmanna okkar
Starfsmenn sveitarfélagsins starfa fyrst og fremst í þágu íbúanna.
Upplýsingar um laus störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði
Sveitarfélagið Skagafjörður leitast við að skapa hagkvæm skilyrði fyrir atvinnulíf og fyrirtæki á svæðinu, og til aukinnar nýsköpunar og flutnings atvinnustarfsemi inn á það, með því m.a. að veita samkeppnishæfa almenna þjónustu og bjóða upp á trausta innviði.
Upplýsingasíða fyrir erlenda fjárfesta - Invest in Skagafjörður