Opnunartími sorpmóttökustöðva
Þrjár sorpmóttökustöðvar eru í Skagafirði, Flokka ehf. á Sauðárkróki, Farga, móttökustöð í Varmahlíð og móttökustöð á Hofsósi.
Opnunartímar Flokku Sauðárkróki:
Mánudaga til föstudaga Kl. 10-18
Sunnudaga Kl. 12-15
Opnunartímar Förgu Varmahlíð:
Þriðjudaga, fimmtudaga Kl. 13-18
Laugardaga Kl. 13-16
Opnunartímar móttökustöðvar Hofsósi:
Miðvikudaga, föstudaga Kl. 13-18
Sunnudaga Kl. 13-16
Á móttökustöðvunum á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð er hægt að flokka sorp á eftirfarandi hátt:
- Almennt heimilissorp í urðun
- Dagblöð, pappír og pappi
- Stíft umbúðaplast og plastfilma frá heimilshaldi
- Járn og aðrir málmar
- Timbur, húsgögn og annar grófur úrgangur
- Hjólbarðar (hjólbarðar á felgu fara í brotajárn)
- Úrgangsolía
- Raftæki
- Spilliefni (s.s. málning, rafhlöður, rafgeymar og flúorperur)
- Garðaúrgangur (utan girðingar móttökustöðva)
- Gler, flísar og postulín (s.s. salerni og vaskar) til urðunar
Á opnunartímum móttökustöðvanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð leiðbeina starfsmenn og aðstoða fólk við flokkun sorps á stöðvunum.