Opnunartími sorpmóttökustöðva

Tvær sorpmóttökustöðvar eru í Skagafirði, Flokka ehf. á Sauðárkróki og Farga, móttökustöð í Varmahlíð.

 

Opnunartímar Flokku:

Mánudaga til föstudaga                                             Kl. 08-17

Sunnudaga                                                                      Kl. 15-18

 

Opnunartímar Förgu, móttökustöðvar:

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga              Kl. 14-17

Laugardaga                                                                     Kl. 14-17

Ath!  Aðgengi er að afgirtum gám utan opnunartíma þar sem hægt er að afsetja heimilissorp.

 

Á móttökustöðvunum á Sauðárkróki og í Varmahlíð er hægt að flokka sorp á eftirfarandi hátt:

  • Almennt heimilissorp í urðun
  • Dagblöð, pappír, stíft umbúðaplast og plastfilma frá heimilshaldi
  • Járn og aðrir málmar
  • Timbur, húsgögn og annar grófur úrgangur
  • Hjólbarðar (hjólbarðar á felgu fara í brotajárn)
  • Úrgangsolía
  • Raftæki
  • Spilliefni (s.s. málning, rafhlöður, rafgeymar og flúorperur)
  • Garðaúrgangur (utan girðingar móttökustöðva)
  • Gler, flísar og postulín (s.s. salerni og vaskar) til urðunar

Á opnunartímum móttökustöðvanna á Sauðárkróki og í Varmahlíð leiðbeina starfsmenn og aðstoða fólk við flokkun sorps á stöðvunum.

 

Flokka ehf. á Sauðárkróki rekur móttökustöð sorps að Borgarteigi 12. Þar er tekið á mótið öllum úrgangi nema lífrænum úrgangi. Flokka ehf. er dótturfyrirtæki Ó.K. gámaþjónustu sem er með samning um sorphirðu í Skagafirði við sveitarfélagið en í þéttbýlisstöðum fjarðarins er sorp flokkað í þriggja tunnu flokkunarkerfi. Á hverjum stað er grá urðunartunna tæmd einu sinni í mánuði og græna endurvinnslutunnan einu sinni í mánuði. Skipulag þessarar losunar auk þess hvernig standa skal að flokkun sorps sem fer í grænu endurvinnslutunnunar má kynna sér nánar á heimasíðu Flokku

 

Farga, móttökustöð er staðsett í Varmahlíð. Þar er tekið á mótið öllum úrgangi nema lífrænum úrgangi. Sveitarfélögin Skagafjörður og Akrahreppur stóðu að opnun Förgu, móttökustöðvar í nóvember 2020 og hættu í kjölfarið notkun sorpgáma fyrir almennan úrgang í dreifbýli vestan Vatna í Skagafirði og í Akrahreppi. Hvernig standa skal að flokkun sorps sem fer í grænu endurvinnslutunnunar má kynna sér hér.