Dýrahald

Skráning og afskráning gæludýra skal skilað í gegnum Íbúagátt sveitarfélagsins.

 

Af gefnu tilefni skal það tekið fram að samkvæmt 2. gr. Samþykktar um hunda- og kattahald nr. 783/2010 er óheimilt að fara með hunda á almennar útisamkomur í sveitarfélaginu. Þetta á við um allar útisamkomur s.s. fótboltaleiki, fótboltamót, jólatrésskemmtun sveitarfélagsins, 17. júní hátíðarhöld, útitónleika o.s.frv.

 

Samþykkt um hunda- og kattahald nr. 783/2010

 

Vegna lausagöngu katta og hunda í þéttbýli í sveitarfélaginu hafið samband við Kára Gunnarsson, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.  Farsími: 659 3970, netfang: kari(hjá)skagafjordur.is

Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald 

Bann við dýrahaldi í leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Þann 1. júní 2016 tók gildi bann við dýrahaldi í leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins. Þeir sem voru þá með skráð og samþykkt dýr, fengu að halda þeim en var óheimilt að taka ný dýr inn á heimilið. Reglur þessar voru samþykktar af Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 11. maí 2016

 

Lög um velferð dýra nr. 55/2013

8. gr. Tilkynningarskylda.
Leiki grunur á að meðferð á dýrum brjóti gegn lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim skal sá sem verður þess var tilkynna það Matvælastofnun eða lögreglu svo fljótt sem auðið er. Sé mál tilkynnt lögreglu skal hún tilkynna Matvælastofnun um það. Matvælastofnun skal kanna hvort tilkynning sé á rökum reist.
Tilkynnandi skv. 1. mgr. getur óskað eftir því að nafni hans verði haldið leyndu gagnvart öðrum en Matvælastofnun eða lögreglu. Ef líklegt má telja að hagsmunir viðkomandi skaðist ef greint er frá nafni hans skal fallast á ósk um nafnleynd. Ef ekki eru forsendur til þess að fallast á nafnleynd er tilkynnanda heimilt að draga tilkynningu sína til baka. Ákvörðun Matvælastofnunar um nafnleynd er heimilt að skjóta til ráðherra innan tveggja vikna frá tilkynningu ákvörðunar. Leiðbeina skal tilkynnanda um rétt hans til að kæra ákvörðun Matvælastofnunar.

Matvælastofnun - MAST

Reglugerð um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni nr. 1077/2004