Aðalskipulag 2009-2021
Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021
- Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 - samsett þéttbýliskort
- Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 - sveitafélagsuppdráttur
- Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 - umhverfismatsáætlun
- Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 - greinagerð
- Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 - fylgiskjöl
- Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 - forsendur
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var auglýst samkvæmt 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Fram kom að Aðalskipulagið væri til sýnis í Ráðhúsinu á Sauðárkróki dagana 28. maí til 2. júlí 2009. Jafnframt var Aðalskipulagið til sýnis hjá Skipulagsstofnun og á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Athugunarfrestur við tillöguna var til föstudagsins 17. júlí 2009. Alls bárust , innan tilskilins athugasemdafrests, 18 athugasemdir við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Þar af eru tvær í formi undirskriftalista. Fjallað var um aðalskipulagið og framkomnar athugasemdir á fundum skipulags- og byggingarnefndar auk þess sem fjallað var um bréf Skipulagsstofnunar frá 3. apríl og frá 6. nóvember 2009. Athugasemdir gáfu tilefni til nokkurra breytinga.
Á fundi sínum þann 17. desember 2009 samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar Aðalskipulagið með áorðnum breytingum og að óska eftir staðfestingu ráherra samkvæmt 19. gr Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. Aðalskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Svör hafa verið send þeim sem gerðu athugasemdir, en unnt er að nálgast athugasemdir og svör og skoða samþykkt aðalskipulag á skrifstofu umhverfis- og tæknisviðs í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki.
Helstu breytingar:
Sveitarfélagsuppdráttur:
Á Sveitafélagsuppdrætti verður verndarsvæði Svæðisskipulags miðhálendisins annað en svæði á náttúruminjaskrá, hverfisverndarsvæði.
Veggöng milli Hjaltadals og Hörgársdals felld út úr skipulaginu.
Tillaga að nýjum vegi frá Sauðárkróksbraut við Austari-Héraðsvötn að Hólavegi felld út.
Óviss Sveitarfélagamörk merkt sem óviss mörk .(Sveitarfélagsmörk að Skagabyggð, Sveitarfélaginu Skagaströnd, Blönduósbæ og að hluta að Fjallabyggð)
Þéttbýlisuppdrættir:
Hólar: Blönduðu svæði (stofnun-verslanir og þjónusta) breytt í þjónustustofnanasvæði, Þ-4.1. og Blönduðu svæði (íbúðabyggð og stofnanir) breytt í íbúðabyggð, ÍB-4.2
Hólar: Svæði merkt ÍB-4.3 tengd saman og Þjónustusvæði Þ-4.1 stækkað til norðvesturs sameinað öðrum þjónustusvæðum á því svæði.
Nýr upplýsingauppdráttur 3.9.1-1, sem sýnir Vegakerfið og tillögur til umræðu.
Helstu breytingar í greinargerð aðalskipulagsins eru:
Setningin „Ákvæði í gildandi aðalskipulagi haldi gildi sínu nema annað sé tekið fram" felld út í kafla 4.1.3 og svipaðar setningar í kafla 4.3.3 og 4.5.3. Í staðin verði bætt inn „Við endurskoðun á aðalskipulagi þéttbýlisstaðanna hefur ávalt verið tekið mið af ákvæðum í núverandi aðalskipulögum og þau yfirfærð í tillögurnar nema annað sé tekið fram".
Frekari upplýsingar um stærðir svæða og stefnumörkun er skráð þar sem það á við í köflunum 4.7.5, 4.8.5, 4.11.5, 4.12.5 og 4.14.5 .
Rökstuðningur fyrir nýu iðnaðar- og hafnarsvæði kemur fram í kafla 4.7.4.
Bætt hefur verið við upplýsingum um skálabyggingar á miðhálendinu í kafla 4.11.
Feld út ákvæði um rýmri heimildir til bygginga á bújörðum í kafla 4.14.4
Ítarlegri texti um málsmeðferð reiðleiða í kafla 4.16.7.
Gerð er grein fyrir vatnsvernd á Miðhálendinu í kafla 4.21 og náttúruvernd og hverfisvernd á sama svæði í kafla 4.22. Í sama kafla eru tillögur um ákvæði í reglugerð um friðlýsingu svæða tekin út. Í kafla 4.22.7 er gerð grein fyrir reglum sem gilda á hverfisverndarsvæðum.
Þá er gerð grein fyrir áhrifum frestunar í kafla 4.23.4
Nýi greinargerð Sveitarstjórnar skv. 9. gr. laga nr 105/2006 um umhverfismat áætlana birtist í kafla 4.24 í greinargerðinni.
Sauðárkróki 18.12.2009
Jón Örn Berndsen
Skipulags- og byggingafulltrúi
Umhverfis- og tæknisvið