Vinnuskóli
Vinnuskóli Skagafjarðar
Vinnuskólinn verður starfandi sumarið 2023 frá þriðjudeginum 5. júní til föstudagsins 11. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann. Árgangarnir sem í hlut eiga eru fæddir á árunum 2010, 2009, 2008, og 2007. Vinnutíminn er 40 klukkustundir eða 2 vinnuvikur hjá yngsta árgangi, 120 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2009 eða 4 heilar vinnuvikur, 180 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2008 eða 6 heilar vinnuvikur og 240 klukkustundir hjá elsta hópnum eða 8 vikna tímabil. Mæting er kl. 08:00 fyrsta vinnudag í bækistöð vinnuskólans að Sæmundargötu 7b (Hús frítímans).
Vinnufyrirkomulag
Aldur |
Laun |
Útborgun |
Vinnutími |
Tímabil - Umsóknir |
13 ára (2010) |
Dv. 692 kr/klst m. orlofi Yv. 1.168 kr/klst m. orlofi |
12. júlí og 26. júlí |
Mán-fös: 8-12 Tímar alls 40 |
( 2 vikur ). Forföll vegna veikinda og frídaga er hægt að vinna upp en þá um leið lengist vinnutímabilið. |
14 ára (2009) |
Dv. 798 kr/klst m. orlofi Yv. 1.348 kr/klst m. orlofi |
14. júní, 28. júní, 12. júlí og 26. júlí |
Mán-fim: Fös: 8-12 Tímar alls 120 |
( 4 vikur ). Forföll vegna veikinda og frídaga er hægt að vinna upp en þá um leið lengist vinnutímabilið. |
15 ára (2008) |
Dv. 1.064 kr/klst m. orlofi Yv. 1.797 kr/klst m. orlofi |
14. júní, 28. júní, 12. júlí, 26. júlí,9. ágúst og 23. ágúst |
Mán-fim: Fös: 8-12 Tímar alls 180 |
( 6 vikur ). Forföll vegna veikinda og frídaga er hægt að vinna upp en þá um leið lengist vinnutímabilið. |
16 ára (2007) |
Dv. 1.330 kr/klst m. orlofi Yv. 2.246 kr/klst m. orlofi
|
14. júní, 28. júní, 12. júlí, 26. júlí, 9. ágúst og 23. ágúst |
Mán-fim: Fös: 8-12 Tímar alls 240 |
( 8 vikur ). Forföll vegna veikinda og frídaga er hægt að vinna upp en þá um leið lengist vinnutímabilið. |
Reglur Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar
- Mæta skal stundvíslega og vera tilbúinn til að hefja verk á tilsettum tíma.
- Pásur og kaffitímar eru eftir samkomulagi flokksstjóra og nemenda. Vegalengdir eru ekki afsökun fyrir óstundvísi.
- Nemendur virði skoðanir og persónur og sýni kurteisi í samskiptum við stjórnendur skólans, bæjarbúa og aðra nemendur. Allir geta gert mistök, nemendur, flokksstjórar og yfirmenn.
- Hver einstaklingur hefur með sér nesti.
- Klæðnaður nemenda og flokksstjóra skal vera í samræmi við veður og vinnuaðstæður.
- Laun eru ekki greidd fyrir þann tíma sem fer í að ná í fatnað, nesti eða annað sem gleymst hefur.
- Vinna skal öll verk eins vel og framast er kostur.
- Aldur vinnufélaga skiptir ekki máli. Við vinnum með öðrum en vinum okkar.
- Allir gangi vel um verkfæri og tæki. Andvirði áhalda sem eru skemmd af ásettu ráði dregst frá launum.
- Foreldrar láti vita um forföll vegna veikinda.
- Biðja verður flokksstjóra eða yfirflokksstjóra um frí.
- Notkun farsíma á vinnutíma eru bönnuð.
Fjarvistir og viðurlög
Fari unglingur ekki að tilmælum flokksstjóra eða sættir sig ekki við starfs- og umgengnisreglur vinnuskólans, er honum gefið tækifæri á að bæta sig. Beri það ekki árangur geta verið dregnar af honum vinnustundir. Gerist þetta endurtekið verður unglingur sendur heim launalaust. Forföll vegna veikinda er hægt að vinna upp en þá um leið lengist vinnutímabilið.
Umsjónarmenn
Starfsheiti: | Nafn. | Netfang: | Símar: |
Forstöðumaður: | Þorvaldur Gröndal | valdi@skagafjordur.is | s. 660 4639 455 6033 |
Verkstjóri: | |||
Flokksstjóri: | |||
Flokksstjóri: | |||
Flokksstjóri: |
• Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga nr. 426/1999 26. grein , mega sveitarfélög ráða ungmenni 13 ára og eldri til starfa yfir sumartíma. Ungmennin mega einungis vinna létt verk og vinnutími er takmarkaður sbr. grein 27. Verkefni þau sem ungmennin mega vinna og þau verkfæri sem hver aldurshópur má nota eru útlistuð í viðaukum reglugerðarinnar. Vinnuskólanum er skylt að kynna foreldrum ráðningarkjör, þar með talið lengd vinnutíma sem og tíðni óhappa og slysa sem hugsanlega tengjast starfinu.Fyllsta öryggis þarf að gæta í vinnuskólum og leiðbeinendur þurfa að fá undirbúning um öryggismál áður en þeir hefja störf (gr. 26)
• Samkvæmt viðauka við þessa reglugerð sem er í samræmi við reglur Evrópusambandsins mega ungmenni undir 18 ára aldri ekki vinna með til dæmis vélknúnar trjáklippur, kjarrsagir, sláttuvélar og jarðtætara.
• 15 ára og eldri mega vinna með garðsláttuvélar undir leiðsögn leiðbeinanda ásamt því að slá með vélorfi í görðum og aðstoða á gæsluvöllum og í skólagörðum svo eitthvað sé nefnt.
• 13 og 14 ára mega hreinsa illgresi, gróðursetja, hreinsa gróðurbeð, raka eftir slátt og sinna annarri sambærilegri léttri garðvinnu. Þá mega þau vinna við blóm og grænmeti í gróðurhúsum, hreinsa , sópa og tína rusl, sinna málningarvinnu og fúavörn með umhverfisvænum efnum.
Vinnuskólinn sinnir vinnuuppeldi. Engin önnur stofnun eða fyrirtæki sinnir þessu mikilvæga hlutverki. Til þess að geta innt þetta verkefni sem best af hendi eru gerðar miklar kröfur til hæfni flokkstjóra og þjálfun þeirra verið stóraukin. Starfsfólk Félagsmiðstöðvar Skagafjarðar hefur forgang um flokkstjórastarf að sumri. Þeir þekkja unglingana vel og hafa mikla reynslu í starfi. Mikil tengsl eru við foreldra og forráðamenn unglinganna. Sérhverjum unglingi er boðið í starfsmannaviðtal áður en vinnuskólinn hefst að vori.
Vinnuskólinn er forvarnarstofnun. Rannsóknir og reynsla sýna að mest hætta er á að unglingar leiðist út í óreglu á sumrin og eru helstu orsakir rýmri tími, minna aðhald og meiri fjárráð. Með daglegri vinnu, markvissri fræðslu og sterkum fyrirmyndum er reynt að sporna gegn óreglu.