Sköpun

SKÖPUN – með áherslu á list- og verkgreinar og upplýsingatækni

 =Klárt

 =Í vinnslu 2020-21

 =Í vinnslu 2021-23

Markmið + aðgerð

  • Að Sveitarfélagið Skagafjörður stuðli að áframhaldandi framþróun í notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og skólarnir séu í fremstu röð á því sviði.

    •  Innleiðing spjaldtölva í skólastarfi verði metin.

  • Að samhliða framþróun í notkun upplýsingatækni verði lögð áhersla á gagnrýna hugsun, ábyrga netnotkun og virðingu í rafrænum samskiptum.

    •  Stjórnendur hvetji og styðji kennara til skapandi kennsluhátta og nýsköpunar í skólastarfi og stuðli að jafningjafræðslu jafnt og þétt yfir árið.

  • Að viðmiðunarstundaskrá í list- og verkgreinum sé framfylgt samkvæmt lögum um grunnskóla og áhersla lögð á skapandi starf í skólum/frístund.

    •  Að gerð sé athugun á því hvort viðmiðunarstundaskrá í list-og verkgreinum sé framfylgt í hverjum grunnskóla samkvæmt lögum um grunnskóla.

  • Að sérstök áhersla verði lögð á að byggja upp viðeigandi aðstöðu til list- og verkgreinakennslu í leik-, grunn- og tónlistarskólum.

    •  Greina aðstöðu til list- og verkgreinakennslu sem er fyrir hendi í skólunum.

  • Að setja á fót nýsköpunarkeppni allra skóla í Skagafirði.

    •  Virkja áhugasama aðila, innan skóla sem utan, til að setja á fót nýsköpunarkeppni allra skóla í Skagafirði.

 

Læsi Heilbrigði Sköpun Samskipti Umhverfisvitund