Samvinna og samskipti

SAMVINNA OG SAMSKIPTI – með áherslu á félagsfærni, virðingu, fjölbreytileika og jafnrétti

 =Klárt

 =Í vinnslu 2020-21

 =Í vinnslu 2021-23

Markmið + aðgerð

 • Að efla markvisst samstarf á milli skólastiga, skólagerða og frístundar, auka samfellu í námi og skapa sameiginlega sýn á uppeldi og nám.

  • Árlegt samstarf skólastjórnenda allra skólastiga og gerða, ásamt frístund samkvæmt bókun fræðslunefndar á fundi nr. 147 um samráðsvettvang allra skóla í Skagafirði.

 • Að jafnréttisáætlun sé til í öllum skólum og frístund.

  •  Unnið er að gerð jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins. Skólar þurfa að ljúka vinnu við gerð sinna áætlana.

 • Að hafa 1-2 sameiginlega starfsdaga á hverju ári þar sem öll skólastig og frístund koma saman.

  •  Áframhaldandi samstarf um árlegan fræðsludag í upphafi skólaárs. Halda fræðsludag. Bjóða öðrum skólum í Skagafirði til samstarfs um fræðsludaginn.

 • Að bjóða upp á gæslu/tómstundastarf fyrir alla nemendur á yngsta stigi grunnskólans eftir að skóla lýkur þar sem hæfileikar allra fá að njóta sín í skapandi skólastarfi.

  •  Að koma til móts við óskir foreldra og barna um íþróttir og tómstundir eftir skóla eins og hægt er. Verið er að skoða úrræði fyrir nemendur í Grunnskólanum austan Vatna. Í upphafi skólaárs var sett á fót frístund fyrir yngsta stig í Varmahlíðarskóla. Skoða þarf úrræði fyrir nemendur í 3. bekk í Árskóla eftir að skóla lýkur.

 • Að stuðla að auknum samskiptum nemenda og starfsfólks, t.d. með sameiginlegum dögum eins og Vinadeginum, Forvarnardeginum í Varmahlíðarskóla og GaV og gera ráð fyrir ferðakostnaði nemenda í fjárhagsáætlun.

  •  Halda úti sameiginlegum degi fyrir alla nemendur/börn í Skagafirði, eins og t.d. með vinadegi eða forvarnardegi.

 • Að lögð verði áhersla á að samfella verði á milli skólastarfs og íþrótta- og frístundastarfs í dreifbýli með það að markmiði að auðvelda nemendum þátttöku.

  •  Bjóða upp á íþrótta- og tómstundastarf á Hofsósi í beinu framhaldi af skóladegi.

 • Að settur verði á fót starfshópur til að skoða starfsumhverfi leikskóla með það að leiðarljósi að bæta frekar vinnuumhverfi barna og starfsmanna og minnka álag í leikskólum.

  •  Búa til starfshóp til þess að meta starfsumhverfi leikskóla sem hefur það hlutverk að leggja til aðgerðir að bættu starfsumhverfi í leikskólum fyrir nemendur og starfsfólk.

 • Að Skólaspegillinn sé notaður markvisst í leik- og grunnskólum til skólaþróunar.

  •  Markviss notkun Skólaspegils er nú þegar hafin í grunnskólum en ráðgert er að innleiða Skólaspegilinn í leikskólum skólaárið 2021-2022.

 

 

Læsi Heilbrigði Sköpun Samskipti Umhverfisvitund