Læsi í víðum skilningi

LÆSI Í VÍÐUM SKILNINGI

 = Klárt
 = Í vinnslu 2020-21
 = Í vinnslu 2021-23

Markmið + aðgerð

Að allir skólar vinni eftir Lestrarstefnu Skagafjarðar. 

 Að boða til fundar lestrarstefnuteymis vegna eftirfylgni lestrarstefnu. Kanna áhuga FNV á að vera með í lestrarstefnuteymi.

Að styðja foreldra og auka fræðslu til þeirra um mikilvægi lesturs, sérstaklega í byrjun lestrarnáms.

 Vera með kynningu fyrir foreldra um mikilvægi lesturs jafnt og þétt yfir skólaárið eins og við á á hverjum stað.

Að leita leiða til að styrkja samstarf skólabókasafna og almenningsbókasafna með það að markmiði að hvetja nemendur til lesturs og þekkingarleitar.

 Að hefja umræður um að myndaður sé starfshópur með starfsfólki skólabókasafna, forstöðumanni héraðsbókasafnsins og verkefnastjóra lestrarstefnuteymis.

Að vinna að stefnumótun um nám og kennslu í stærðfræði og raungreinum í skólum Skagafjarðar.

 Að stofna stýrihóp sem hefur það hlutverk að vinna að stefnumótun um nám og kennslu í stærðfræði og raungreinum í skólum í Skagafirði.

Að finna leiðir til að efla og kynna tónlistarnám og tónlistariðkun yngri barna með markvissum og skipulögðum hætti.

 Boðað sé til fundar með stjórnendum Tónlistarskóla Skagafjarðar og tónlistarkennurum um málefnið þar sem ígrundaðar verða nýjar leiðir til að efla tónlistarnám og tónlistariðkun barna.

 

Læsi Heilbrigði Sköpun Samskipti Umhverfisvitund