Heilbrigði og velferð

HEILBRIGÐI OG VELFERÐ – með áherslu á geðrækt, ábyrgð,

sjálfsstyrkingu, sjálfseflingu og sjálfsmynd

 =Klárt

=Í vinnslu 2020-21

 =Í vinnslu 2021-23

 

Markmið + aðgerð

  • Að Sveitarfélagið Skagafjörður verði heilsueflandi samfélag og allir skólar taki þátt í heilsueflandi verkefnum frá Landlæknisembættinu.

    •  Viðhalda samningi um heilsueflandi samfélag og heilsueflandi skóla.

    •  Fræðsla til barna og ungmenna í grunn-og framhaldsskólum um heilbrigða lífshætti.

  • Að allir skólar vinni eftir manneldismarkmiðum frá Embætti Landlæknis og bjóði upp á góðar og hollar skólamáltíðir með morgunmat, hádegismat og síðdegiskaffi þar sem við á. Leitast skal við að nýta hráefni úr héraði eins og kostur er.

    •  Boðið sé upp á hollar og góðar skólamáltíðir í samræmi við manneldismarkmið frá Embætti Landlæknis. Beina því til stjórnenda skóla að nýta hráefni úr héraði eins og kostur er líkt og kemur fram við afgreiðslu sveitarstjórnar þann 12. des. 2018 á fundi nr. 376.

  • Að allir grunnskólar í Skagafirði séu þátttakendur í Vinaliðaverkefninu.

    •   Að gæta þess að allir grunnskólar í Skagafirði séu virkir þátttakendur í Vinaliðaverkefninu.

  • Að öllum nemendum sé tryggð viðeigandi stoðþjónusta til þess að uppfylla skilyrði um menntun fyrir alla og að aðgengi að skólum/frístund sé gott.

    •  Fræðsluþjónusta í samstarfi við stjórnendur skóla greinir þörf fyrir einstaklingsmiðaða stoðþjónusta og setur í viðeigandi farveg til að uppfylla skilyrði um menntun fyrir alla.

  • Að skólalóðir og svæði til frístundar séu stöðugt til skoðunar og þess gætt að þau séu vel búin öruggum tækjum til hreyfingar, leikja og náms.

    •  Starfshópur innan skólanna býr til gæðagreina um skólalóðir með þau markmið að leiðarljósi að svæðin séu vel búin tækjum til hreyfingar, sem eru örugg til leikja og náms.

 

Læsi Heilbrigði Sköpun Samskipti Umhverfisvitund