Menntastefna Skagafjarðar

Menntastefna Skagafjarðar

Ný Menntastefna Skagafjarðar hefur nú verið gefin út og tekið gildi. Menntastefnan var unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Frístundar og Fræðsluþjónustu Skagfirðinga. Alls hafa um 910 einstaklingar komið að mótunarferlinu, nemendur allra skólastiga, starfsfólk skóla/frístundar, starfsfólk fræðsluþjónustu, kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd ásamt þátttakendum á íbúafundum.

Menntastefnan nær til allra barna og ungmenna í Skagafirði frá upphafi skólagöngu í leikskóla til loka náms í framhaldsskóla. Áhersla er lögð á að nám barna og ungmenna eigi sér stað bæði innan skólans sem og í frístundastarfi og aukna samvinnu ólíkra skólastiga, skólagerða og frístundar til að tryggja samfellu í námi. Hugmyndir um lærdómsamfélagið og hugmyndir um heiltæka nálgun í skólastarfi hafa verið leiðarljósið í mótunarferlinu. Lögð er áhersla á að aðlaga skólastarf nemendum til heilla um leið og henni er ætlað að mæta áskorunum samfélagsins á hverjum tíma.

Meginmarkmið menntastefnunnar er að skapa umgjörð um skólasamfélag þar sem börn og ungmenni í Skagafirði búa við framúrskarandi skilyrði til þroska og menntunar, þar sem þörfum hvers og eins er mætt á einstaklingsgrunni skv. hugmyndafræðinni menntun fyrir alla.

Áhersluþættir í menntastefnu Skagafjarðar eru fimm, þ.e. læsi í víðum skilningi, heilbrigði og velferð, sköpun, samvinna og samskipti og umhverfisvitund og sjálfbærni.

Yfirmarkmið Menntastefnunnar:

  • Að börn og ungmenni í Skagafirði njóti bestu skilyrða til menntunar og þroska, bæði náms-og félagslega, allt frá upphafi leikskólagöngu til loka náms í framhaldsskóla.

  • Að þróa virkt lærdómssamfélag meðal allra hagsmunaaðila í skólastarfi í Skagafirði með aukinni samþættingu og samvinnu ólíkra skóla, skólagerða og frístundar. 

  • Að skólasamfélagið í Skagafirði þróist og taki breytingum í takt við nýja þekkingu og kröfur samfélagsins á hverjum tíma.

Þessi heimasíða er gerð til þess að gefa starfsfólki, nemendur, foreldrum og íbúum Sveitarfélagsins yfirsýn yfir markmið, aðgerðir og stöðu á verkefnum Menntastefnu Skagafjarðar. 

Ef þú vilt leggja til aðgerð sem tengist markmiði Menntastefnunnar getur þú gert það hér.

Leggja til aðgerð

 

Smelltu á flokkana til að sjá markmið og aðgerðir

Læsi Heilbrigði Sköpun Samskipti Umhverfisvitund