Hvatapeningar
Öll börn í Sveitarfélaginu Skagafirði 5 - 18 ára á árinu eiga rétt á Hvatapeningum að upphæð 40.000 kr.
Hvatapeningana er hægt að nýta til að greiða niður æfinga- / þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfi. Réttur til Hvatapeninga fyrir ár hvert fellur niður í árslok. Ónýttir Hvatapeningar nýtast ekki milli ára.
Til að sækja um Hvatapeninga þarf að fara inn á íbúagátt og velja Nóri skráningarkerfi. Þar er smellt á viðeigandi tómstund og valið að greiða með hvatapeningum. Ef þessi kostur er nýttur þarf ekki að sækja um hvatapeningana sérstaklega. Ef viðkomandi tómstund er ekki í Nóra er farið í umsóknir í íbúagáttinni og valið Umsókn um Hvatapeninga.
Hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga.
Íþrótta- og frístundamál - reglur um Hvatapeninga
Fyrirspurnir eða athugasemdir vegna Hvatapeninga skal senda á Þorvald Gröndal frístundastjóra á netfangið: valdi@skagafjordur.is eða í síma: 455 6033.