Íþróttir og tómstundastarf

Mikið íþrótta- og tómstundastarf er í Skagafirði. Sveitarfélagið rekur fjórar sundlaugar, á Sauðárkróki, í Varmahlíð, á Hofsósi og Sólgörðum og tvö íþróttahús, á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Glæsilegur íþróttaleikvangur er á Sauðárkróki til alhliða íþróttaiðkunar og skíðasvæði í Tindastóli. Golfvöllur er á Nöfunum ofan við Sauðárkrók, mótorkrossbraut og skotsvæði rétt utan við bæinn og reiðhallir á Hólum og Sauðárkróki. Mörg íþróttafélög eru starfandi í sveitarfélaginu.