Sveitarstjóri

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóriÁsta Björg Pálmadóttir tók við embætti sveitarstjóra í Sveitarfélaginu Skagafirði eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2010. Ásta hefur verið endurráðin kjörtímabilið 2014-2018.

Ásta er uppalin í Skagafirði. Eftir nám og störf í Reykjavík sneri hún aftur í Skagafjörð og hefur m.a. starfað hjá FISK Seafood hf. á Sauðárkróki og sem útibússtjóri Landsbankans á Sauðárkróki. Ásta er gift Þór Jónssyni og eiga þau þrjú börn, Svölu, Helgu og Pálma.