Byggðarráð 2018-2022

Aðalfulltrúar

Gísli Sigurðsson  

  Gísli Sigurðsson, formaður
  Sjálfstæðisflokkur
  Netfang: gisli.sigurdsson(hja)skagafjordur.is

Mynd Stefán Vagn Stefánsson

 

  Stefán Vagn Stefánsson, varaformaður
  Framsóknarflokkur
  Netfang: stefanvagn(hja)gmail.com

 

  Ólafur Bjarni Haraldsson
  Byggðalistinn
 Netfang:olafur.bjarni.haraldsson(hja)skagafjordur.is

alfhildur  

 

  Álfhildur Leifsdóttir, áheynarfulltrúi
  VG og óháðir
  Netfang: alfhildur.leifsdottir(hja)skagafjordur.is


Varafulltrúar: 

Regína Valdimarsdóttir,  Sjálfstæðisflokkur
Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Framsóknarflokkur
Jóhanna Ey Harðardóttir, Byggðalistinn
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir,  VG og óháðir

Um Byggðarráð:

Byggðarráð starfar skv. IV. kafla sveitarstjórnarlaga nr 138/2011, en það var stofnað með samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. 
Í V. kafla samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fundarsköp sveitarstjórnar nr. 961/2013 og síðari breytingu nr. 906/2015 eru ákvæði um byggðarráð, sbr. 39. gr. sveitarstjórnarlaga. 

Byggðarráð fer ásamt sveitarstjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn sveitarfélagsins að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin.
Byggðarráð hefur eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess, semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur þau fyrir sveitarstjórn.
Byggðarráð sér um að ársreikningar sveitarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir sveitarstjórn til meðferðar og afgreiðslu.
Byggðarráð fer með málefni eignarsjóðs.
Byggðarráð annast gerð kjörskrár vegna kosninga í umboði sveitarstjórnar og fjallar um athuga-semdir og ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi.
Sveitarstjórn getur falið byggðarráði fullnaðarafgreiðslu mála, nema lög mæli á annan veg.
Í sumarleyfi sveitarstjórnar fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella.

Í byggðarráði sitja þrír sveitarstjórnarfulltrúar kjörnir af sveitarstjórn til eins árs í senn og jafnmargir til vara.  Sveitarstjóri á sæti í byggðarráði.  Hann hefur þar ekki atkvæðisrétt, nema hann sé  sérstaklega í það kjörinn.  

Byggðaráð fer með stjórn Eignasjóðs Skagafjarðar. 

Leita í fundagerðum

Opna fundargátt (aðeins fyrir fulltrúa í viðkomandi nefnd/ráði)