Stjórn Eignasjóðs

Eignasjóður Skagafjarðar hefur með höndum umsýslu fastafjármuna sem nýttir eru fyrst og fremst af aðalsjóði sveitarfélagsins.  Eignasjóður leigir út fasteignir til stofnana sveitarfélagsins og innheimtir leigu (svokallaða innri leigu) í samræmi við raunverulegan kostnað sem viðkomandi fjárfesting ber með sér, þ.e. fjármagnskostnað vegna viðkomandi fasteignar, afskriftir, skatta og tryggingar, viðhaldskostnað fasteignar og lóðar, auk eðlilegrar þóknunar eignasjóðs fyrir umsýslu.  Leigutekjur eignasjóðs skulu standa undir rekstri einstakra eigna.


Byggðarráð fer með stjórn Eignasjóðs

Mynd Guðmundur Þór Guðmundsson Umsjónarmaður með eignum sveitarfélagsins er Guðmundur Þór Guðmundsson.
netfang: gthor(hja)skagafjordur.is