Veitustjórn

60. fundur 17. apríl 2002 kl. 17:00 Stjórnsýsluhús

Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 60 – 17. 04. 2002

 

            Miðvikudaginn 17. apríl árið 2002 kom veitustjórn saman til fundar kl. 17.00 í Stjórnsýsluhúsi Skagafjarðar.

            Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir: Snorri Styrkársson formaður, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson og Einar Gíslason ásamt Kristjáni Jónassyni endurskoðanda og Páli Pálssyni veitustjóra. Ingimar Ingimarsson  ritaði fundargerð.

 

DAGSKRÁ:   

  1. Samþykktir fyrir Skagafjarðarveitur
  2. Vorfundur  Samorku á Akureyri 30. og 31. maí 2002
  3. Bréf  til Iðnaðarnefndar Alþingis frá 3. apríl sl.
  4. Erindi vegna innheimtumála.
  5. Bréf frá körfuknattleiksdeild Tindastóls og Sinawik-klúbbnum Málmey.
  6. Erindi frá Fjölneti hf.
  7. Önnur mál.

 

Formaður setti fund kl. 17: 09

 

AFGREIÐSLUR:

1.      Veitustjórn leggur til að stofnað verði einkahlutafélagið Skagafjarðarveitur ehf að loknum næsta fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar, skv. fyrirliggjandi drögum að samþykktum og stofnsamningi dags. 17/4 2002 og stofnefnahagsreikningi miðað við 1/1 2002. Jafnframt leggur veitustjórn til að hið nýja hlutafélag annist málefni og rekstur Vatnsveitu Skagafjarðar þar til hún verður sameinuð Skagafjarðarveitum ehf. Hér vék Kristján, endurskoðandi, af fundi.


2.     
Lögð fram til kynningar dagskrá vorfundar Samorku, sem fram fer á Akureyri 30.- 31. maí 2002. Sveitarstjórn samþykkir að veitustjóri og þeir veitstjórnarfulltrúar, sem tök hafa á, mæti.


3.     
Lagt fram bréf frá Iðnaðarnefnd Alþingis frá 3/4 2002 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar. Svarbréf Skagafjarðarveitna, dags.11/4 2002, kynnt.


4.     
Borist hafa erindi frá nokkrum aðilum um niðurfellingu skulda vegna orkureikninga. Veitustjóra falið að ræða málefnið við félagsmálastjóra og fjármálastjóra sveitarfélagsins.


5.     
Borist hefur bréf frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls, þar sem óskað er eftir móttöku í húsnæði Hitaveitu Skagafjarðar við Áshildarholtsvatn. Erindið var samþykkt, en ársþing KKÍ fer fram í Skagafirði 4. og 5. maí n.k.


6.     
Borist hefur bréf dags. 17/4 2002 frá Fjölneti hf þar sem óskað er eftir aðkomu Skagafjarðarveitna að rekstri og fjármögnun Fjölnets hf. Forsenda aðkomu Skagafjarðarveitna er að farið verði í fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins, sem leysi heildarvanda þess.


7.     
Veitustjórn samþykkir að veitustjóri sæki ráðstefnu á vegum Nordvarme, sem haldinn verður í Svíþjóð 10.- 11. júni n.k.

Gert er ráð fyrir að þessi fundur sé sá síðasti í núverandi veitustjórn og af því tilefni þökkuðu fulltrúar hver öðrum samstarfið á liðnum árum.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið.

 

Fundarritari
Ingimar Ingimarsson