Veitustjórn

57. fundur 16. janúar 2002 kl. 16:00 - 17:45 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 57 – 16.01.2002

 

            Miðvikudaginn 16. jan. árið 2002 kom veitustjórn saman kl. 16.00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

            Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir: Snorri Styrkársson, formaður, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Einar Gíslason og Páll Sighvatsson varamaður Ingimars Ingimarssonar, ásamt Páli Pálssyni veitustjóra, Margeiri Friðrikssyni fjármálastjóra og Sigurði Ágústssyni fyrverandi rafveitustjóra sem ritaði fundargerð.

 

DAGSKRÁ:   

  1. Fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna, síðari umræða
  2. Skýrsla um jarðhitavinnslu Hitaveitu Skagafjarðar árið 2002
  3. Málefni Rafveitu Sauðárkróks
  4. Önnur mál

.

Formaður setti fund kl. 16.33

 

AFGREIÐSLUR:

1. Fjármálastjóri og veitustjóri yfirfóru og útskýrðu fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna og gerðu sérstaklega grein fyrir  væntanlegri lánastöðu hins nýja fyrirtækis nú í upphafi starfsárs veitunnar. Veitustjórn samþykkir að Skagafjarðarveitur yfirtaki tvö lán  af sveitarsjóði  í Búnaðarbanka Íslands,  annars vegar vísitölubundið lán útgefið 1999 og hins vegar fjölmyntalánssamning frá sama ári, samtals kr:198.252.429.-.eitthundraðníutíuogáttamilljónirtvöhundruðfimmtíuogtvöþúsundfjögurhundruð
tuttuguogníu 00/100.

Hér yfirgaf fjármálastjóri fundinn.

Tekjur Skagafjarðarveitna á árinu 2002 áætlast: kr.126.000.000.- rekstrargjöld: 107.189.000.- og handbært fé frá rekstri: 52.540.000.- Veitustjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.   

2. Veitustjóri lagði fram og útskýrði skýrslu Orkustofnunar: “Hitaveita Skagafjarðar - Eftirlit með jarðhitavinnslu árið 2000” merkt: 2001 OS-2001/079.

3. Formaður veitustjórnar og fyrverandi rafveitustjóri gerðu grein fyrir gangi mála við að leggja af starfsemi rafveitunnar. Veitustjórn þakkaði rafveitustjóra vel unnin störf á liðnum árum og rafveitustjóri þakkaði veitustjórn fyrir samstarfið á liðnum árum og óskaði veitustjórn og nýstofnuðum Skagafjarðarveitum velfarnaðar. Rætt var um reikningagerð og innheimtu orkureikninga hjá nýrri orkuveitu.

4. Önnur mál engin.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 17.45

 

Fundarritari
Sigurður Ágústsson