Veitustjórn

54. fundur 28. nóvember 2001 kl. 17:00 - 19:15 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 54 – 28.11.2001

 

            Miðvikudaginn 28. nóv. árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 17.00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

            Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir: Snorri Styrkársson, formaður, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson og Einar Gíslason, ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni. Einnig sat Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri fundinn að hluta.

 

DAGSKRÁ:

  1. Rekstrarlok Rafveitu Sauðárkróks
  2. Orlofsgreiðslur á fasta yfirvinnu starfsmanna veitna
  3. Bifreiðakaup hitaveitu
  4. Boranir út að austan, yfirlit yfir framkvæmdir og framhald þeirra
  5. Vatnsskattur fyrir árið 2002
  6. Drög að fjárhagsáætlun hita- og vatnsveitu
  7. Breytingar á rekstrarfyrirkomulagi hita- og vatnsveitu
  8. Húsnæðismál hita- og vatnsveitu
  9. Önnur mál

 

Formaður setti fund kl. 17.00

 

AFGREIÐSLUR:

1. Rætt um ýmis framkvæmdaatriði er varða rekstrarlok Rafveitu Sauðárkróks, svo sem heildar álestur á mæla um áramót, útskrift og innheimtu reikninga, starfslok starfsmanna, ásamt  reikningagerð fyrir hita- og vatnsveitu í framtíðinni. Veitustjórn samþykkir eftirfarandi tillögu:

Veitustjórn staðfestir með tilvísun í samþykkt Sveitarstjórnar Skagafjarðar um að taka tilboði Rarik um kaup á rekstri Rafveitu Sauðárkróks að öllum starfsmönnum veitunnar verði sagt upp störfum frá og með 1. desember n.k. Með vísan til áðurnefnds tilboðs mun Rarik bjóða öllum starfsmönnum Rafveitu Sauðárkróks áframhaldandi starf hjá sér. Það er von og trú veitustjórnar að sem mest og best samkomulag verði milli starfsmanna Rafveitu Sauðárkróks, sveitarfélagsins og Rarik um þessa  yfirfærslu starfsmanna og rekstrar.

Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir að þeir taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og vísa til fyrri bókana sjálfstæðismanna um sölu á Rafveitu Sauðárkróks.

 

2. Rætt um orlofsgreiðslur til starfsmanna veitna á orlof á fasta yfirvinnu. Hvað varðar starfsmenn rafveitu þá verður málið tekið upp í viðræðum við þá sbr. 1. lið fundarins.

 

3. Veitustjórn samþykkir að taka rekstrarleigutilboði frá Ingvari Helgasyni hf. í nýja bifreið í stað eldri bifreiðar hitaveitunnar sem verður seld.

 
Hér yfirgaf sveitarstjóri fundinn.

 

4. Veitustjóri gerði grein fyrirframgangi borana eftir heitu vatni út að austan. Árangur rannsóknarborana virðist lofa góðu. Frá nefnd um boranir á köldum svæðum liggur fyrir styrkveiting upp á 2.000.000.- vegna tilraunaborana við Kýrholt. Áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður verði 3.900.000.-

 

5. Ákveðið að vatnsskattur fyrir árið 2002 verði eftirfarandi: Álagningarprósenta verði 0,15 af fasteignamati, lágmarksgjald pr. rúmmetra verði kr. 21.00 og hámarksgjald á rúmmetra verði kr. 25,00

 

6. Veitustjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir hita- og vatnsveitu fyrir árið 2002.

 

7. Rætt um fyrirhugaða stofnun hlutafélags um rekstur hita- og vatnsveitu. Veitustjórn samþykkir að fela veitustjóra að hefja undirbúning að stofnun hlutafélags fyrir veiturnar.

 

8. Rætt um framtíðar húsnæðismál hita- og vatnsveitu.

 

9. Önnur mál voru engin.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.19.15.

           

Fundarritari

Snorri Styrkársson                                          Sigurður Ágústsson

Einar Gíslason                                                Páll Pálsson

Sigrún Alda Sighvats

Ingimar Ingimarsson

Árni Egilsson