Veitustjórn

51. fundur 11. september 2001 kl. 17:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Veitustjórn Skagafjarðar

Fundur 51 – 11.09.2001

 

            Þriðjudaginn 11. sept. árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 17.00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

            Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir: Snorri Styrkársson, formaður, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats og Einar Gíslason, ásamt Jóni Gauta Jónssyni, sveitar­stjóra og veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni.

 

 

DAGSKRÁ:

  1. Milliuppgjör veitna ásamt nýjustu kostnaðartölum v/ framkvæmda.
  2. Endurskoðun fjárhagsáætlana veitna. Jarðhitaleit út að austan.
  3. Staða framkvæmda veitna.
  4. Orkuþing 2001.
  5. Samningur um vatnsréttindi við eigendur Íbishóls.
  6. Önnur mál.

 

Formaður setti fund kl. 17.10

 

AFGREIÐSLUR:

 

1.  Lagt fram og rætt um milliuppgjör veitna fyrir jan. til júní 2001. Staða veitnana er í góðu samræmi við áætlanir.

2.  Samþykkt að endurskoða fjárhagsáætlun veitnanna fyrir yfirstandandi ár og jafnframt að hefja vinnu við fjárhagsáætlun árins 2002 og ljúka gerð þriggja ára áætlunar 2002-2004.

3.  Rætt um framgang verkefna sem í gangi eru á vegum veitnanna. Framkvæmdir eru í góðu samræmi við aðstæður og áætlanir. Unnið er að undirbúningi borunar út að austan.

4.  Boðað er til Orkuþings í Reykjavík 11.-13. okt. Samþykkt að veitustjórarnir og þeir veitustjórnarfulltrúar, sem sjá sér fært, sæki þingið.

5.  Veitustjóri lagði fram samning um vatnsréttindi, dags. 1. ágúst 2001,  milli Vatnsveitu Skagafjarðar og eigenda jarðarinnar Íbishóls. Veitustjórn samþykkir samninginn.

6.  Önnur mál: Engin.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.35.

 

Fundarritari

Sigurður Ágústsson

Snorri Styrkársson                                               

Páll Pálsson

Einar Gíslason

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats