Veitustjórn

49. fundur 03. júlí 2001 kl. 16:30 - 17:35 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 49 – 03.07.2001

 

            Þriðjudaginn 3. júlí árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 16.30 á skrifstofu sveitarfélagsins.

            Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir:  Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingvar Guðnason, Einar Gíslason og Ingimar Ingimarsson ásamt rafveitustjóra, Sigurði Ágústssyni.

 

 

DAGSKRÁ:

  1. Sameining veitna.
  2. Þriggja-ára áætlun veitna, - seinni umræða.
  3. Jarðhitaleit út að austan.
  4. Norðlensk orka, aðalfundarboð.
  5. Önnur mál.

 

Formaður setti fund kl. 16.40

 

AFGREIÐSLUR:

1. Verkefnishópurinn um sameiningu veitna lagði fram niðurstöður sínar varðandi sameiningu Rafveitu Sauðárkróks og Hita- og Vatnsveitu Skagafjarðar.

Að þessari vinnu lokinni hefur verkefnishópurinn komist að eftirfarandi niðurstöðum:

Verkefnishópurinn leggur til að sameina Rafveitu Sauðárkróks, Hita- og Vatnsveitu Skagafjarðar í hlutafélag. Fyrirtækið verði með 33% eiginfjárhlutfall og greiði eigendum sínum 370 milljónir króna við stofnun félagsins. Niðurstaðan er byggð á sérfræðilegri úttekt á sameiningu veitnanna og koma niðurstöður þeirra fram í skýrslunum “Athugun á sameiningu orku- og vatnsveitna í Skagafirði”, unnin af Jóni Vilhjálmssyni og “Verðmat á sjálfstæðu félagi orku- og vatnsveitna í Skagafirði”, unnin af Sigurði Páli Haukssyni.

Veitustjórn samþykkir að vísa niðurstöðum vinnuhópsins til byggðarráðs.

 

2. Rafveitustjóri lagði fram, til seinni umræðu, áætlun um rekstur rafveitu til næstu þriggja ára. Áætlunin er óbreytt frá fyrri umræðu. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og seinni umræðu í sveitarstjórn.

Formaður veitustjórnar lagði fram, til seinni umræðu, áætlun um rekstur hitaveitu til næstu þriggja ára. Áætlunin er óbreytt frá fyrri umræðu. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og seinni umræðu í sveitarstjórn.

Formaður veitustjórnar lagði fram, til seinni umræðu, áætlun um rekstur vatnsveitu til næstu þriggja ára. Áætlunin er óbreytt frá fyrri umræðu. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og seinni umræðu í sveitarstjórn.

Veitustjórn telur ekki ástæðu til að breyta þriggja ára áætlun veitnanna fyrr en fyrir liggur formlegt samþykki um sameiningu veitnanna.

 

3. Formaður kynnti kostnaðartölur varðandi jarðhitaleit út að austan. Veitustjóra, ásamt formanni og varaformanni er falið að vinna frekar að málinu.

 

4. Boðað er til aðalfundar Norðlenskrar orku föstudaginn 6.júlí nk. á skrifstofu sveitarfélagsins. Veitustjórn samþykkir að sömu menn og áður sitji í stjórn Norðlenskrar orku fyrir hönd veitustjórnar og fara þeir með umboð veitustjórnar á fundinum.

 

5. Önnur mál, engin.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 17.35

 

Fundarritari

Sigurður Ágústsson

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats

Ingvar Guðnason

Ingimar Ingimarsson

Einar Gíslason