Veitustjórn

45. fundur 09. maí 2001 kl. 16:30 - 18:40 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Veitustjórn  Skagafjarðar
Fundur 45 – 09.05.2001

 

            Miðvikudaginn 9. maí árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 16.30. á skrifstofu sveitarfélagsins.

            Mættir voru veitustjórnarmennirnir:  Árni Egilsson, Einar Gíslason, Sigrún Alda Sighvats, Ingvar Guðnason og Ingimar Ingimarsson, ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni.

 

DAGSKRÁ:

 1. Samorkufundur á Ísafirði.
 2. Þátttaka í Net-orku hf.
 3. Jarðhitaleit út að austan.
 4. Bréf frá byggðarráði v/þriggjafasa rafmagns í sveitum.
 5. Ársfundur Rarik á Blönduósi
 6. Bréf frá umhverfis-og tækninefnd.
 7. Tilboð vegna endurnýjunar stofnæðar hitaveitu, Grófargil - Marbæli og hitalögn að sumarhúsum á Steinsstöðum.
 8. Hitalögn að sumarhúsum í landi Víðimels og dæluhús að Steinstöðum
 9. Ársreikningar veitna fyrir árið 2000, fyrri umræða.
 10. Önnur mál.
  a)  Málefni Vatnsveitufélags Varmahlíðar.

 

Formaður setti fundinn kl.16.00 og bauð fundarmenn  velkomna.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Boðað er til fagfundar raforkusviðs Samorku á Ísafirði 31.05 og 01.06. 2001. Veitustjórn samþykkir að rafveitustjóri og þeir veitustjórnarmenn, sem sjá sér það fært, sæki fundinn.

 

2. Veitustjórn samþykkir að Raf- og Hitaveita gerist hluthafar í fyrirtækinu Net-orku hf  fyrir upphæð að nafnvirði kr.442.623,- á genginu 1,83.

 

3. Páll Pálsson gerði grein fyrir grófri athugun á kostnaði við byggingu og rekstur hitaveitu  “út að austan”  ásamt kostnaði við leit að vatninu. Athugunin er unnin af verkfræðist. Stoð, dags. 9. maí 2001. Veitustjórn samþykkir áframhaldandi vinnu við leit að vatni samkv. fjárhagsáætlun, enda liggur fyrir vilyrði fyrir styrk kr. 2.000.000.- vegna jarðhitaleitar á köldum svæðum..

 

4. Byggðarráði hefur borist bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti dags. 27.03.2001 er varðar þrífösun rafmagnskerfa í sveitum. Veitustjórn felur rafveitustjóra að vinna að málinu fyrir næsta veitustjórnarfund.

 

5. Bréf hefur borist til rafveitu og til sveitarstjórnar með boði um að senda fulltrúa á ársfund Rarik á Blönduósi 18. maí nk. Veitustjórn samþykkir að rafveitustjóri og þeir veitustjórnarmenn, sem sjá sér fært, sæki ársfundinn.

 

6. Borist hefur bréf frá Jóni Berndsen, byggingafulltrúa, dags. 4. apríl 2001, er varðar vinnu við stefnumótun aðalskipulags fyrir Skagafjörð. Veitustjórn samþykkir að fá byggingafulltrúa og ráðgjafa verkefnisins á næsta fund veitustjórnar.

 

7. Tilboð sem bárust í útboðsverk hitaveitu vegna endurnýjunar á stofnlögn milli Grófargils og Marbælis og í sumarbústaðabyggð að Steinstöðum voru opnuð 2. maí sl. Alls bárust 8 tilboð. Kostnaðaráætlun Stoðar ehf. nam kr. 22.400.000.-  Eftirfarandi boð bárust: Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar kr. 15.500.291.- 69,7 % Steypustöð Skagafjarðar 16.344.850.-  73%  Árvirki ehf. 17.882.730.- 79,8% S.E.-verktakar kr. 18.665.526.- 83,3 % G.V.- gröfur ehf. 19.180.060.- 85,6 % Rafmagnsverkstæði Birgis ehf. 24.370.000.- 108,8 %  R.B.G. vélaleiga verktakar ehf. 26.711.685.-  119,2 % Borgarverk ehf. 29.320.200.-  130,9 % . Veitustjórn samþykkir að taka lægsta tilboði og felur veitustjóra að ganga til samninga við Símon Skarphéðinsson ehf. á Sauðárkróki.

 

8. Veitustjórn samþykkir að fela veitustjóra að leita samninga við Símon Skarphéðinsson á grundvelli einingaverðs fyrra tilboðs, vegna lagna í sumarhúsabyggð í Víðimel.

 

9. Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningi Rafveitu Sauðárkróks fyrir árið 2000 til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Rekstrartekjur eru                 kr. 133.086.497

Rekstrargjöld eru                  kr. 139.181.509

Fjármunatekjur                     kr.     3.438.595

Tap ársins kr.                        kr.     2.656.417

Veltu fé frá rekstri                kr.     6.653.059

Skuldir og eigið fé                kr. 193.520.475

 

     Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningi Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árið 2000
     til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Rekstrartekjur eru                  kr.   25.482.404

Rekstrargjöld eru                   kr.   15.017.168

Fjármunatekjur/(gjöld)          kr.       (287.478)

Hagnaður f.aðra liði               kr.   10.177.758

Afgjald til sveitarsj.               kr.  (10.000.000)

Hagnaður ársins                     kr.        177.758

Veltufé frá rekstri                  kr.     5.186.928

Skuldir og eigið fé                 kr.   91.210.801

 

     Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningi Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 2000
     til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Rekstrartekjur eru                  kr.   82.503.561

Rekstrargjöld eru                   kr.   48.709.473

Fjármunatekjur /(gjöld)         kr.   (2.728.331)

Hagnaður f. aðra liði              kr    31.065.757

Afgjald til sveitarsj.               kr.   13.000.000

Hagnaður ársins                     kr.   18.065.757

Veltufé frá rekstri                  kr.   35.498.782

Skuldir og eigið fé                 kr. 334.041.018

 

10. Önnur mál:
      a) Rætt var um stöðu mála og fyrirhuguð verkefni við vatnsveituna í Varmahlíð.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.18.40.

 

Sigurður Ágústsson, ritari.

Árni Egilsson

Ingvar Guðnason

Sigrún Alda Sighvats

Ingimar Ingimarsson

Einar Gíslason