Veitustjórn

40. fundur 16. nóvember 2000 kl. 16:30 - 18:40 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Fimmtudag 16. nóv. árið 2000 kom veitustjórn saman kl. 16.30. á skrifstofu sveitarfélagsins.

Mættir voru veitustjórnarmennirnir:  Árni Egilsson,  Einar Gíslason,  Sigrún Alda Sighvats  og  Páll Sighvatsson, ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni. Ingvar Guðnason boðaði forföll.

 

DAGSKRÁ:

 1. Fjárhagsstaða veitna miðað við fjárhagsáætlun 2000.
 2. Héraðsvötn ehf.-Villinganesvirkjun.
 3. Skýrsla OS um vinnslueftirlit HS fyrir árið 1999.
 4. Heitt vatn í útihúsum í sveitum.
 5. Staða borana á heitu vatni “út að austan”.
 6. Tenging hitaveitu til suðurs frá Álftagerði (Krithólsgerði).
 7. Vatnsveitumál í Varmahlíð.
 8. Fyrirhuguð sumarhúsabyggð í Varmahlíð og á Steinstöðum.
 9. Önnur mál:

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn  velkomna.

 

AFGREIÐSLUR:

 

 1. Páll Pálsson yfirfór og gerði grein fyrir rekstri Hitaveitu Skagafjarðar miðað við bókhald þann 31.10.2000. Sömuleiðis yfirfór Páll stöðu vatnsveitunnar. Þá gerði Sigurður grein fyrir stöðunni hjá Rafveitu Sauðárkróks. Rætt var um gerð fjárhrgsáætlunar fyrir árið 2001.
 2. Sigurður sagði frá gangi mála við undirbúning virkjunar við Villinganesvirkjun.
 3. Páll dreifði skýrslu frá OS um eftirlit með jarðvinnslu hitaveitunnar í Skagafirði og yfirfór helstu kennitölur. Það er áhyggjuefni hve kostnaður við þessar ransóknir vex á milli ára og vaknar sú spurning hvort ástæða sé til að athuga hvort rétt sé að bjóða þessa vinnu út.
 4. Veitustjórn sanþykkir að ábúendur á lögbýlum með heitt vatn  geti nýtt heita vatnið í útihús, samkvæmt sérstöku samkomulagi við veituna.
 5. Páll gerði grein fyrir þeim árangri sem náðst hefur við borun eftir heitu vatni “út að austan”. Hann yfirfór greinargerð (frumdrög) frá OS dags. 15.11.2000 og nefnist “ Helstu niðurstöður í jarðhitaleit í Skagafirði í áfanga 2000”.
 6. Formaður og veitustjóri gerðu grein fyrir tengingu á heitu vatni til suðurs frá Álftagerði.
 7. Rætt um vatnsveitumálin í Varmahlíð.
 8. Rætt um fyrirhugaðar sumarhúsabyggðir í Varmahlíð og á Steinstöðum með tilliti til dreifingar á heitu vatni á svæðunum. Veitustjórn samþykkir að á slíkum svæðum verði tengigjöld verðlögð á sama hátt og tíðkast í þéttbýli.
 9. Önnur mál:  Veitustjórn samþykkir að rafveitustjóri sitji ráðstefnu um skipulag raforkumála á vegum norrænu orkusambandana í Kaupmannahöfn.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.40

Ritari: Sig. Ágústsson

Árni Egilsson

Einar Gíslason

Sigrún Alda Sighvats

Páll Sighvatsson

Páll Pálsson