Veitustjórn

36. fundur 13. júlí 2000 kl. 17:00 - 18:15 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Fimmtudag 13. júlí árið 2000 kom veitustjórn saman á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kl. 1700.

Mætt voru:  Árni Egilsson,  Sigrún Alda Sighvats, Einar Gíslason, Ingimar Ingimarsson, Ingvar Guðnason, Páll Pálsson og Sigurður Ágústsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Þriggja ára áætlun veitna 2001-2003.
  2. Önnur mál.
    a) Bréf frá Fjölneti ehf.
    b)Bréf frá Halldóri Jónssyni.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Veitustjóri lagði fram áætlun Hitaveitu Skagafjarðar fyrir næstu 3 árin. Áætlunin byggir á fjárhagsáætlun veitunnar fyrir árið 2000. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í  byggðarráði og sveitarstjórn.

Veitustjóri lagði fram áætlun Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir næstu 3 ár. Áætlunin byggir á fjárhagsáætlun veitunnar fyrir árið 2000. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Rafveitustjóri lagði fram áætlun Rafveitu Sauðárkróks fyrir næstu 3 ár. Áætlunin byggir á fjárhagsáætlun rafveitunnar fyrir árið 2000. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

2. Önnur mál:
a) Borist hefur bréf frá Fjölneti ehf. um fyrirhugaða starfsemi fyrirtækisins með ósk um þátttöku veitna í starfsemi þess. Veitustjórn samþykkir að óska eftir fundi með forráðamönnum fyrirtækisins.

b) Borist hefur bréf frá Halldóri Jónssyni starfsmanni hitaveitu dags. 27.06.2000 þar sem Halldór segir upp starfi sínu hjá veitunni. Veitustjórn felur veitustjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar.

 

Fleira ekki gert fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1815.

 

Árni Egilsson 

Sigrún Alda Sighvats

Ingimar Ingimarsson

Einar Gíslason                       

Ingvar Guðnason