Veitustjórn

30. fundur 02. mars 2000 - 18:45 Skrifstofa Rafveitu Sauðárkróks

Fimmtudaginn 2. mars árið 2000 kom veitustjórn saman á Skrifstofu Rafveitu Sauðárkróks.

Mætt voru:  Árni Egilsson formaður ásamt veitustjórnarfulltrúunum Einari Gíslasyni, Sigrúnu Öldu Sighvats og Ingimari Ingimarssyni, varamanninum Ingvari Guðnasyni og Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni veitnastjórum.  Gestir fundarins eru Sveinn Árnason, Pétur Stefánsson og Brynleifur Tobíasson.

 

DAGSKRÁ:

 1. Vatnsveitumál í Varmahlíð (stjórn Vatnsveitufélags Varmahlíðar mætir á fundinn).
 2. Húsaleigusamningur v/Faxatorgs 1.
 3. Reglur um endurgreiðslur hitaveituheimæða v/niðurgreiðslu á rafmagni í dreifbýli.
 4. Aðalfundur Samorku.
 5. Útboð á vatnstanki fyrir vatnsveituna á Hofsósi.
 6. Bréf frá Viggó Jónssyni v/Kaupfélags Skagfirðinga.
 7. Bréf frá Máka hf.
 8. Bréf frá Sigríði Sigurðardóttur safnverði í Glaumbæ.
 9. Tæknifundur hita- og vatnsveitna í Vestmannaeyjum í maí nk.
 10. Nordvarme ráðstefna á Akureyri í ágúst nk.
 11. Skýrsla v/Steinsstaða.
 12. Önnur mál.
  a) Starfsmannamál.
  b) Reglugerð v/hitaveitna.

 

Árni Egilsson formaður setti fund.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Formaður bauð gestina velkomna og reifaði skyldur sveitarfélaga sem varða rekstur vatnsveitna í þéttbýli. Brynleifur Tobíasson formaður Vatnsveitufélags Varmahlíðar gerði grein fyrir stöðu vatnsveitunnar í Varmahlíð. Fram kom að margt er gott við rekstur vatnsveitunnar eins og vatnsöflun og fjármál, en ýmislegt tæknilega vanbúið svo sem stofnæð og dreifikerfi til brunavarna. Fulltrúar Vatnsveitufélagsins lýstu yfir vilja sínum til þess að Vatnsveita Skagafjarðar yfirtæki rekstur félagsins. Frekari viðræður verði síðar um málið.  Hér yfirgáfu gestirnir fundinn kl. 1630.

2. Rafveitustjóri lagði fram húsaleigusamning þar sem rafveitan leigir Sveitarfélaginu Skagafirði hluta af húsnæði sínu á efri hæð Faxatorgs nr. 1.  Samningurinn er undirritaður 26. jan. 2000. Veitustjórn samþykkir framlagðan samning.

3. Veitustjóri lagði fram tillögur um úthlutunarreglur á notendastyrk vegna tenginga hitaveitu heimæða á svæðum sem notið hafa niðurgreiðslna á rafmagni.  Tillögurnar sem eru fram settar í 4 mismunandi útfærslum voru rækilega ræddar áður en veitustjórn samþykkti að leggja til að tillaga nr. 2 verði notuð. Hún hljóðar svona: "Hitaveita 35% - Notendur 65%. Styrkur til notenda skiptist þannig að 55% er greitt út hlutfallslega miðað við heimæðagjöld 10% verði úthlutað (úr pottinum) í hlutfalli við kostnað vegna lagfæringa við hitakerfin innanhúss, þó þannig að ef kostnaður er undir 100.000 kr. þá falli styrkurinn niður. Öllum viðskiptavinum sem málið varðar verða send bréf þar að lútandi".

4. Veitustjórnir gerðu grein fyrir fyrirhuguðum aðalfundi Samorku sem verður í Reykjavík 10. mars nk. Veitustjórn samþykkir að veitustjórarnir sæki fundina og fari með atkvæðisrétt sinna fyrirtækja.  Þá sækir formaður fundinn ef hann á heimangengt.

5. Veitustjóri lagði fram og útskýrði teikningar fyrir nýjan vatnstank fyrir Hofsós vatnsveitu. Fram kom að gera þarf samninga við landeigendur um vatnsréttindi og land undir tankinn í Engihlíð.  Veitustjórn samþykkir að fela formanni og veitustjóra að ganga til samninga við landeigendur og að því loknu að bjóða verkið út.

6. Borist hefur bréf frá Viggó Jónssyni forstöðumanni R.K.S. dags. 28.02.2000. Þar sem óskað er eftir sammælingu á fyrirtækjum og dótturfyrirtækjum Kaupfélags Skagfirðinga við raforkukaup.

7. Borist hefur bréf frá Máka hf. dags. 01.03.2000 vegna orkusölusamnings við hitaveituna. Veitustjórn samþykkir að frá og með sl. áramótum hækki gjaldtaka á heitu vatni fyrirtækis úr 33% í 50% af gildandi gjaldskrá. Er þetta samkvæmt samningi sem gilt hefur milli fyrirtækjanna. Gerður verður nýr samningur við Máka hf. samkvæmt þessari samþykkt.

8. Borist hefur bréf frá Sigríði Sigurðardóttur safnverði í Glaumbæ dags. 01.02.2000 með ósk um móttöku sagnfræðingafélagsmanna í dælustöð hitaveitu 14. apríl nk. Veitustjórn samþykkir að verða við þessari ósk.

9. Samorka stendur fyrir "tæknifundi" í Vestmannaeyjum 12. - 13. maí nk. Veitustjórn samþykkir að veitustjóri og þeir veitustjórnarmenn sem sjá sér það fært sæki fundinn.

10. Samorka og "Nordvarme" boða til ráðstefnu á Akureyri 20. - 23. ágúst nk.

11. Veitustjóri lagði fram greinargerð Orkustofnunar dags. 17.02.2000 um nýja heitavatnsholu á Steinsstöðum.

12. Önnur mál.

a) Þórhallur Þorvaldsson starfsmaður Hitaveitu Skagafjarðar hefur sagt upp starfi sínu.

b) Veitustjóri kynnti nýja reglugerð Umhverfisráðuneytis "Um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun".  Reglugerðin gæti haft áhrif á rekstrarumhverfi hitaveitna.

 

Fleira ekki gert á fundinum. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1845.

 

Einar Gíslason                                                                      

Sigurður Ágústsson

Ingvar Guðnason                                                     

Páll Pálsson

Sigrún Alda Sighvats

Ingimar Ingimarsson

Árni Egilsson