Veitustjórn

26. fundur 24. nóvember 1999 kl. 16:00 Skrifstofa Rafveitu Sauðárkróks

Miðvikudaginn 24. nóv. 1999 kom veitustjórn saman til fundar á skrifstofu Rafveitu Sauðárkróks kl. 1630.

Mætt voru:  Árni Egilsson form., Einar Gíslason varaform., Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson og Snorri Styrkársson, ásamt Páli Pálssyni veitustjóra og Sigurði Ágústssyni rafveitustjóra og ritara fundarins.

 

DAGSKRÁ:

1. Reglugerð Hitaveitu Skagafjarðar.

2. Niðurgreiðslur á rafmagni vegna nýrra hitaveitna.

3. Önnur mál.

a) Starfsmannahald hita- og rafveitu.

b) Fjárhagsáætlunarvinna vegna ársins 2000.

 

Formaður setti fundinn.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Fyrsta lið síðustu fundargerðar, dags. 9. nóv. 1999, vísaði sveitarstjórn aftur til veitustjórnar á fundi sínum 16.11.1999.  Samkvæmt orkulögum V kafla 30. og 31. gr. er kveðið á um að hitaveitur sveitarfélaga hafi einkarétt á rekstri hitaveitna innan viðkomandi sveitarfélags.  Bréf Iðnaðarráðuneytis dags. 18. nóv. 1999 skilyrðir einnig styrkveitingar til lagningar nýrra hitaveitna á svæðum sem njóta niðurgreiðslna rafmagns til húshitunar, við einkaleyfisrekstur.  Veitustjórn samþykkir að vísa reglugerð Hitaveitu Skagafjarðar til sveitarstjórnar óbreyttri.

2. Veitustjóri gerði grein fyrir reglum Iðnaðarráðuneytis um styrkveitingar til hitaveitunnar og viðskiptavina hennar vegna kostnaðar við að tengjast veitunni.  Veitustjórn samþykkir að styrkurinn skiptist á milli veitu og viðskiptavina þannig að hitaveitan fær 35% af styrknum en viðskiptavinir 65%.  Nánari reglur um úthlutun til einstakra viðskiptavina verða ákveðnar síðar.

3. Önnur mál.

a)  Veitustjóri gerði grein fyrir starfsmannahaldi hita- og vatnsveitna.  Veitustjórn samþykkir að þeir starfsmenn sem áhaldahús hefur selt út til veitnanna verði framvegis starfsmenn veitnanna.  Um er að ræða 4 stöðugildi og verður að gera þeim starfslýsingu.

b) Veitustjóri og rafveitustjóri gerðu grein fyrir vinnu að fjárhagsáætlun ársins 2000.

Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1830.

 

Sigrún Alda Sighvats                                               

Sigurður Ágústsson

Árni Egilsson                                                           

Páll Pálsson

Snorri Styrkársson     

Ingimar Ingimarsson

Einar Gíslason