Veitustjórn

25. fundur 09. nóvember 1999 kl. 16:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Þriðjudaginn 9. nóv. 1999 kom veitustjórn saman til fundar kl. 1630 á skrifstofu.

Mætt voru:  Árni Egilsson, Snorri Styrkársson, Sigrún Alda Sighvats og Einar Gíslason allt aðalmenn.  Þá var mættur Bjarni Ragnar Brynjólfsson varamaður, auk veitustjóranna Páls Pálssonar og Sigurðar Ágústssonar og Snorra Björns Sigurðssonar sveitarstjóra.

 

DAGSKRÁ:

  1. Reglugerð Hitaveitu Skagafjarðar.
  2. Húsnæðiskaup Rafveitu Sauðárkróks.
  3. Leiga húsnæðis að Faxatorgi.
  4. Staða hjá Rafveitu miðað við fjárhagsáætlun 1999.
  5. Gjaldþrot Loðskinns hf.
  6. Önnur mál.

 

Formaður Árni Egilsson setti fundinn.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Veitustjóri kynnti breytingar og athugasemdir á nýrri reglugerð Hitaveitu Skagafjarðar sem borist hefur frá Iðnaðarráðuneytinu.  Veitustjórn samþykkir breytingar á gr. 3, 9 og 33 og vísar reglugerðinni með áorðnum breytingum til sveitarstjórnar.

2. Veitustjórn samþykkir framlagðan fjármögnunarsamning milli Búnaðarbanka Íslands og Rafveitu Sauðárkróks um kaup á hluta húseignar bankans við Faxatorg, enda fáist breytingar á 5. gr. samningsins.  Sigrún Alda Sighvats og Bjarni Ragnar Brynjólfsson sitja hjá við þessa afgreiðslu.

3. Veitustjórn felur rafveitustjóra að ganga frá húsaleigusamningi við Sveitarfélagið Skagafjörð um leigu á skrifstofum við Faxatorg samkv. framlögðum drögum að húsaleigusamningi.

4. Sigurður Ágústsson gerði grein fyrir framkvæmdum og rekstri rafveitunnar miðað við 1.10 sl. og sýndi samanburð við fjárhagsáætlun ársins.

5. Rafveitustjóri gerði grein fyrir skuldum Loðskinns hf. við veitur sveitarfélagsins við gjaldþrot fyrirtækisins.  Skuldir skiptast þannig milli veitna Hitaveita kr. 5.166.986, Vatnsveita kr. 83.958 og Rafveita kr. 8.611.038.  Alls kr. 13.861.982.  Nú vék sveitarstjóri af fundi.

6. Önnur mál.

a) Hitaveitustjóri sagði frá framkvæmdum hitaveitunnar við lögnina frá Varmahlíð að Birkihlíð og lagði fram yfirlit yfir kostnað við verkið.  Einnig gerði hann grein fyrir "reglum um úthlutun styrkja til lagningar nýrra hitaveitna á svæðum sem njóta niðurgreiðslu á rafmagni til húshitunar". 

b) Borist hefur bréf frá Ágústi Jónssyni húsbyggjanda á Langholti dags. 23. okt. 1999, sem fjallar um verðlagningu á heimtaugagjöldum.  Veitustjóra er falið að svara bréfinu efnislega.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið.

 

Einar Gíslason                                                                      

Sigurður Ágústsson

Bjarni R. Brynjólfsson                                             

Páll Pálsson

Sigrún Alda Sighvats

Snorri Styrkársson

Árni Egilsson