Veitustjórn

6. fundur 09. september 1998 kl. 16:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Ár 1998, miðvikudaginn 9. september, kom veitustjórn saman á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1615.  Mætt voru: Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson, Páll Sighvatsson og Snorri Styrkársson. Auk þeirra voru mættir Páll Pálsson, veitustjóri og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

  1. Skerðing á umframraforku.
  2. Ferðaskýrsla rafveitustjóra.
  3. Bréf frá Guðmundi Márussyni.
  4. Sölufyrirkomulag á heitu vatni.
  5. Innheimta heimæðagjalda og greiðslufyrirkomulag.
  6. Starfsmannamál.

 

Afgreiðslur:

1. Rafveitustjóri gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar skerðingu á umframraforku frá Landsvirkjun til Steinullarverksmiðjunnar.

2. Rafveitustjóri gerði grein fyrir ferð á vegum Samorku til Englands, þar sem þátttakendur kynntu sér rekstur rafveitna.

3. Lagt fram bréf frá Guðmundi Márussyni í Varmahlíð, þar sem hann óskar eftir að fá heitt vatn í sumarhús, sem hann er að byggja í landi Garðhúsa, miðað við að fá þessa lögn á lágmarksgjaldi.

Veitustjórn treystir sér ekki til að leggja heimæð skv. lágmarksgjaldskrá en er tilbúin til að láta leggja heimæð á kostnaðarverði.

4. Veitustjórn samþykkir að notendur heits vatns geti valið um hvort heitt vatn sé keypt samkvæmt rennslismæli eða hemli. Í dreifbýli skal gjaldskrá hitastigs leiðrétt skv. reiknilíkani Stoðar hf. Reiknilíkanið verður leiðrétt í ljósi fenginnar reynslu.

5. Veitustjórn samþykkir að almenna reglan skuli vera sú að heimæðagjöld séu stað­greidd.

6. Rætt um starfsmannamál í Varmahlíð.


Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.


Sigurður Ágústsson               

Snorri Björn Sigurðsson

Páll Pálsson

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats

Ingimar Ingimarsson

Páll Sighvatsson

Snorri Styrkársson