Veitustjórn

1. fundur 01. júlí 1998 kl. 18:00 Stjórnsýsluhús

Ár 1998, miðvikudaginn 1. júlí, kom nýkjörin veitustjórn í sameinuðu sveitar­félagi í Skagafirði saman til fyrsta fundar síns í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki kl. 18,00. Mætt eru: Árni Egilsson, Einar Gíslason, Ingimar Ingimarsson, Sigrún Alda Sighvats og Snorri Styrkársson, öll veitustjórnarfólk. Auk þeirra voru mættir Páll Pálsson, veitustjóri, Sigurður Ágústsson, rafveitustjóri og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

  1. Kosning formanns.
  2. Kosning varaformanns.
  3. Kosning ritara.
  4. Útboðið “Hitaveita Skagafjarðar, vinnuútboð 1998.”
  5. Norðlensk orka.
  6. Umsókn v/jarðhitaleitarátaks á köldum svæðum.
  7. Skoðunarferð.

 

Afgreiðslur:

1. Í upphafi fundar lýsti sveitarstjóri eftir tillögum um formann. Fram kom tillaga um Árna Egilsson. Þar eð fleiri tillögur bárust ekki skoðast hann réttkjörinn.

2. Tók Árni nú við fundarstjórn og lýsti eftir tillögum um varaformann. Fram kom tillaga um Einar Gíslason. Þar eð fleiri tillögur bárust ekki skoðast hann réttkjörinn.

3. Þá var lýst eftir tillögum um ritara og kom fram tillaga um Sigrúnu Öldu Sighvats. Þar eð fleiri tillögur bárust ekki skoðast hún réttkjörin. 

Nú kom Bragi Þór Haraldsson tæknifr. á Stoð ehf á fundinn.

4. Þ. 22. júní sl. voru opnuð tilboð í verkið “Hitaveita Skagafjarðar, vinnuútboð 1998.” Eftirfarandi tilboð bárust:

 

Tilboðs­upph. við opnun

Tilboðs­upph. eftir   yfirferð

 

%

 

G.V. gröfur ehf, Akureyri

 

20.769.040

 

20.769.040

 

99.3

Símon Skarphéðinsson, Skr.

21.318.775

21.318.775

101.9

Árvirki ehf og Eik ehf, Blönduósi

22.099.880

22.099.880

105.6

Steypustöð Blönduóss ehf

22.357.254

22.432.805

107.2

Verkiðn ehf., Rvk.

23.072.000

23.072.000

110.3

Hafnarverk ehf, Akureyri

24.520.000

23.521.000

112.4

Pípulagnaverktakar ehf, Blönduósi

23.584.000

23.584.000

112.7

Þorkell Pálsson, Akureyri

34.256.500

34.256.500

163.7

Áveitan ehf, Sandgerði

41.132.900

41.132.900

196.6

 

Kostnaðaráætlun Stoðar ehf

 

20.918.450

 

 

100.0

 

Þá var kynnt greinargerð Stoðar ehf v. skoðunar á lægstbjóðendum.

Afgreiðslu málsins frestað.

5. Rætt um málefni “Norðlenskrar orku”.

6. Veitustjóri kynnti umsókn sem hann hefur sent v. jarðhitaleitar við Hofsós. Er þessi umsókn v. jarðhitaleitarátaks á köldum svæðum. Sótt var um styrk upp á kr. 2.000.000 sem miðast við að heildarkostnaður sé kr. 4.000.000.

Veitustjórn er  samþykk umsókn veitustjóra.

7. Að lokum fór veitustjórn í skoðunarferð.


Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

Snorri Björn Sigurðsson

Snorri Styrkársson                

Páll Pálsson

Einar Gíslason                                  

Sigurður Ágústsson

Árni Egilsson                        

Sigrún Alda Sighvats

Ingimar Ingimarsson