Veitunefnd

6. fundur 21. desember 2022 kl. 14:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Guðlaugur Skúlason formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkstjóri á veitu- og framkvæmdasviði
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Skagafjörður - kuldakast í desember 2022

2212158

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri fara yfir stöðuna sem skapast hefur í
yfirstandandi kuldakasti. Þetta kuldakast hafði mikil áhrif á rekstur hitaveitu í Skagafirði, þá sérstaklega á veitusvæði Varmahlíðar og Sauðárkróks. Starfsmenn Skagafjarðarveitna hafa í samstarfi við íbúa og fyrirtæki á svæðinu unnið að úrbótum, betri nýtingu og sparnaði á orku til hitunar. Samtímis er unnið að því að bæta inn dælu á borholu við Norðurbrún í Varmahlíð. Vonir eru bundnar við að þessi viðbót styrki Varmahlíðarveitu og bæti rekstraröryggi hennar. Á Sauðárkróki er unnið að því að bæta inn borholu á kerfið sem áætlað er að geti skilað allt að 5 lítrar á sekúndu.

Veitunefnd vill þakka starfsmönnum Skagafjarðarveitna fyrir ómetanlegt framlag við erfiðar aðstæður síðustu vikur. Einnig vill nefndin koma þökkum til almennings og fyrirtækja fyrir góð viðbrögð við óskum Skagafjarðarveitna um aðhald í heitavatnsnotkun.
Veitunefnd hvetur fyrirtæki og íbúa til að huga áframhaldandi aðhaldi í heitavatnsnotkun og fylgjast með tilkynningum á miðlum Skagafjarðar um ástand hitaveitunnar.

Fundi slitið.