Veitunefnd

5. fundur 01. desember 2022 kl. 09:00 - 11:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason áheyrnarftr.
  • Haraldur Þór Jóhannsson varam.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkstjóri á veitu- og framkvæmdasviði
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Kaldavatnsöflun í Skagafirði - langtímaáætlun

2108150

Málið var áður á dagskrá 3. fundar nefndarinnar þann 13. október síðastliðinn. Í langtímaáætluninni er gerð grein fyrir áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag vatnsveitunnar til næstu 5 ára. Áætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar.

Veitunefnd samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs.

2.Skagafjarðarveitur - fjárhagsáætlun 2023

2210075

Farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðarveitna. Í áætluninni er gerð grein fyrir rekstri hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu. Gert ráð fyrir bættri afkomu hitaveitunnar og útlit er fyrir að reksturinn sé að ná jafnvægi. Fjárhagsstaða vatnsveitu er góð en fyrirliggjandi eru verulegar framkvæmdir við virkjanir og viðhald á veitukerfinu sem munu taka til sín fjármuni. Fjárhagsáætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar.

Veitunefnd samþykkir framlagðar áætlanir og vísar til byggðarráðs.

3.Gjaldskrá vatnsveitu 2023

2210114

Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2023. Við ákvöðrun gjaldskrár er tekið mið af samþykktri rekstraráætlun og langtímaáætlun vatnsveitunnar. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Aðrir liðir taka mið af vísitöluhækkun.

Veitunenfnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðrráðs.

Fundi slitið - kl. 11:00.