Veitunefnd

60. fundur 13. júní 2019 kl. 10:00 - 11:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hitaveita Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadalur

1710178

Framkvæmdir við stofnlögn frá Hofsós að Neðra Ási hófust um seinni hluta maí mánaðar.
Búið er að leggja út 1.800m af stofnlögn og lokið við að sjóða saman um 1.500m.
Afgreiðsla á stállögnum hefur tafist og valdið truflunum á framgang verksins.

2.Húsey - fyrirspurn vegna tengingar við vatnsveitu Skagafjarðarveitna

1906093

Lagður var fyrir fundinn tölvupóstur frá Felix Jósafatssyni vegna möguleika á tengingu íbúðarhúss í Húsey við vatnsveitu Skagafjarðarveitna.
Nefndin felur sviðstjóra að skoða lagningu heimtaugar að Húsey samhliða endurnýjun á stofnlögnum.

3.Erindi frá FISK Seafood vegna Hólalax

1906091

Lagt var fyrir fundinn bréf frá FISK Seafood vegna samnings á milli Hólalax og Skagafjarðarveitna um kaup á heitu vatni.
Nefndin samþykkir að samningur vegna kaupa bleikjueldisstöðvar á Hólum á heitu vatni verði tekinn til endurskoðunar þar sem tekið verður mið af núgildandi gjaldskrá Skagafjarðarveitna.

4.Öflun aukins neysluvatns fyrir Sauðárkrók

1904185

Farið var yfir stöðu mála vegna neysluvatns á Sauðárkróki.
Á síðustu dögum hefur tvívegis komið til þess að matvælafyrirtæki á Sauðárkróki hafa verið beðin um að stytta vinnsludaga vegna skorts á vatni.

5.Fyrirspurn vegna heimæðar fyrir heitt vatn í Fagraholt

1906110

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Friðrik Andra Atlasyni vegna heimæðar að fyrirhuguðu íbúðarhúsi í Fagraholt.
Nefndin felur sviðstjóra að skoða málið og leggja fram að nýju fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 11:10.