Veitunefnd

52. fundur 11. september 2018 kl. 10:00 - 11:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fyrirspurn - kaldavatnstenging og hitaveitumál

1809066

Tekið var fyrir erindi frá Sigurði Jóhannssyni á Ytra-Vatni varðandi mögulega tengingu við vatnslögn Skagafjarðarveitna og áform Skagafjarðarveitna vegna hitaveitu í Efri - Byggð.
Sviðstjóra falið að kanna möguleika á tengingu við stofnlögn Skagafjarðarveitna fyrir kalt vatn.
Unnið er að 5 ára framkvæmdaáætlun varðandi hitaveituframkvæmdir í dreifbýli og verður hún kynnt síðar í haust.

2.Skagafjarðarveitur hitaveita - framkvæmdaáætlun 2019-2023

1809067

Farið var yfir 5 ára framkvæmdaáætlun hitaveituvæðingar í dreifbýli fyrir árin 2019 til 2023.
Sviðstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi áætlunarinnar.
Stefnt er á að kynna framkvæmdaáætlun síðar í haust.

Fundi slitið - kl. 11:20.