Veitunefnd

48. fundur 10. apríl 2018 kl. 10:00 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fyrirspurn um ljósleiðaravæðingu

1803071

Lagt var fyrir erindi frá Maríu Eymundsdóttur og Pálma Jónssyni varðandi ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Sviðstjóra falið að svara erindinu.

2.Ísland ljóstengt 2018 - útboðsverk

1804030

Lögð voru fyrir drög að útboðslýsingu og tilboðsskrá vegna lagningu ljósleiðara í Efri-Byggð og á Reykjaströnd.
Sviðstjóra falið að bjóða út verkið á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.

3.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

1602183

Farið var yfir stöðu hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi.
Lokið er við að leggja hitaveitulögn yfir Vestari Jökulsá á milli Goðdala og Bjarnastaðahlíðar og er þá lagningu allra hitaveitulagna lokið.
Unnið er að tengingu á dælum og stýringum í dælustöð og er gert ráð fyrir að byrjað verði að dæla inn á stofnlögn á næstu dögum.

4.Hitaveita Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadalur

1710178

Lagðar voru fyrir frumniðurstöður efnagreiningar á vatnssýni úr borholu á Reykjarhól á Bökkum.
Efnagreiningin er unnin af ÍSOR.
Nánar verður gerð grein fyrir niðurstöðum efnagreininga þegar þeim er lokið.

5.ÍSOR - verkefni fyrir Skagafjarðarveitur 2018

1804031

Lögð var fyrir áætlun um vinnslueftirlit fyrir Skagafjarðarveitur árið 2018 frá ÍSOR.
Veitunefnd samþykkir að framkvæma vinnslueftirlit samkvæmt áætluninni.

Fundi slitið - kl. 11:00.