Veitunefnd

35. fundur 15. mars 2017 kl. 15:00 - 16:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Skagafjarðarveitur - svæði utan 5 ára framkvæmdaáætlunar

1702114

Sviðstjóri kynnti nefndarmönnum hagkvæmnisathugun á þeim svæðum sem liggja utan 5 ára áætlunar Skagafjarðarveitna.

Samkvæmt núgildandi framkvæmdaáætlun verður lögð hitaveita í Deildardal, Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal árin 2018 og 2019 og eru það síðustu framkvæmdir á áætluninni sem samþykkt var árið 2014.

Mikill áhugi er á hitaveituframkvæmdum hjá íbúum og fasteignaeigendum utan þeirra svæða sem framkvæmdaáætlunin nær til og hefur því á síðustu misserum verið unnið að athugun á þeim svæðum sem raunhæft er að leggja hitaveitu.

Svæðin sem um ræðir eru Efribyggð, norðanvert Hegranes, Reykjaströnd að hluta auk stakra tenginga innan núverandi svæða.

Niðurstöður þessarar athugunar liggja fyrir og verða íbúar og landeigendur hvers svæðis fyrir sig boðaðir á fund veitunefndar þar sem þeim verða kynntar niðurstöður.

2.Ísland Ljóstengt - áframhaldandi uppbygging ljósleiðara í dreifbýli í Skagafirði.

1703007

Nefndarmönnum var sýnd stutt kynning vegna íbúafundar um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í menningarhúsinu Miðgarði fimmtudaginn 16. mars.

3.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

1602183

Útboðsgögn vegna vinnuhluta hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi voru kynnt. Lagning ljósleiðara er innifalinn í vinnuútboði.

Fundi slitið - kl. 16:15.