Veitunefnd

11. fundur 25. nóvember 2014 kl. 15:00 - 16:30 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
  • Viggó Jónsson varam.
Starfsmenn
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Árni Egilsson, starfsmaður Skagafjarðarveitna, sat 1. lið fundar.

1.Fjárhagsáætlun 2015 - Skagafjarðarveitur

1411181

Lögð voru fyrir drög að fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar til Byggðaráðs.

2.Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015

1411182

Nefndin leggur til óbreyttar gjaldskrár Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015.
Ræddar voru mögulegar breytingar og lagfæringar á gjaldskrá Skagafjarðarveitna. Sviðstjóra falið að koma með drög að breytingum á gjaldskrá vegna heimæðargjalda fyrir heitt og kalt vatn.

3.Bakkaflöt - tenging við hitaveitu Skagafjarðarveitna

1411058

Tekið var fyrir erindi frá Sigurði Friðrikssyni á Bakkaflöt varðandi aðgang að heitu vatni frá Skagafjarðarveitum.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að vinna áfram að málinu.

4.Fyrirspurn um stöðu lögfræðiúttektar á jarðhita og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins.

1411228

Tekin var fyrir eftirfarandi fyrirspurn frá Úlfari Sveinssyni, áheyrnarfulltrúa.
"Skrifleg fyrirspurn til formanns veitustjórnar um stöðu lögfræðiúttektar á jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins
Eftirfarandi tillaga var samþykkt á sveitarstjórnarfundi 12. febrúar síðastliðinn
?Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela veitunefnd að láta framkvæma lögfræðilega úttekt á stöðu sveitarfélagsins er kemur að jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins, bæði á þeim vatnslindum sem nú eru í notkun sem og þeim vatnslindum sem mögulegt er að farið verði í á næstu árum í samræmi við þá vinnu sem nú er í gangi hjá veitunefnd sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir því að sá kostnaður sem af verkinu hlýst verði greiddur af eigin fé sveitarfélagsins og að um það verði gerður sérstakur viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014. ?
Óskað er eftir því að formaður veitustjórnar geri skriflega grein fyrir stöðu þessa máls og hve langt er í að þessu verki verði lokið á fundi veitustjórnar 25. nóvember næstkomandi.
Úlfar Sveinsson"

Svar Gísla Sigurðssonar, formanns Veitunefndar, við fyrirspurn;
"Búið er að finna lögfræðing með þekkingu og reynslu á sviði auðlindamála. Verið er að vinna í verklýsingu þar sem verkefnið er skilgreint nánar og í framhaldi verður leitað tilboða í verkið. Áætlað er að vinna við úttektina hefjist fyrir lok árs."

Fundi slitið - kl. 16:30.