Veitunefnd

3. fundur 17. desember 2013 kl. 15:00 - 17:25 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Úlfar Sveinsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Árni Egilsson, aðalbókari Skagafjarðarveitna, sat fundinn.
Gunnar Björn Rögnvaldsson, verkefnastjóri Skagafjarðarveitna, sat fundinn.
Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð sat 1. lið fundar.

1.Skoðun hitaveitukosta í Skagafirði

1312140

Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð fór yfir hitaveitukosti á svæðum í Skagafirði sem ekki eru tengd hitaveitu.
Sviðstjóra falið að vinna áfram að frekari kostnaðargreiningu svæðanna.

2.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita

1312141

Tilboð frá Frumherja í leigu á rennslismælum lagt fram til kynningar en fyrir liggur að það þarf að skipta út mælum á Hofsósi og Hólum auk þess sem rætt hefur verið um að mælavæða aðra þéttbýlisstaði í Skagafirði. Sviðstjóra falið að vinna drög að tímaáætlun vegna mælavæðingar sem lögð verður fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 17:25.