Veitunefnd Svf Skagafjarðar

84. fundur 20. janúar 2022 kl. 13:00 - 14:15 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hrolleifsdalur, síkkun dælu í SK-28 2021

2104087

Bilun varð í dælu sem sett var niður í borholu SK-28 í júní 2021. Búið er að hífa dæluna upp og koma henni til söluaðila þar sem hún verður tekin í sundur og ástand hennar metið.

Skoðaðir hafa verið möguleikar á að útvega aðra dælu þar sem líkur eru á að dælan sem tekin var upp sé ónothæf. Skagafjarðarveitur hafa samið við Ísor um mælingar í holunni til að meta ástand hennar og kanna um leið möguleika á að setja nýja dælu niður á enn meira dýpi.
Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málinu, meta kostnað og valkosti á dæluvali.

2.Merkigarður - frístundabyggð - fyrirspurn um hitaveitu

2112187

Tryggvi Sveinbjörnsson fh. eigenda jarðarinnar Merkigarðs Skagafirði óskar eftir viðræðum við Skagafjarðarveitur um notkunarmöguleika á heitu vatni við uppbyggingu frístundabyggðar á jörðinni Merkigarði Skagafirði.

Farið var yfir stöðu hitaveitu á Steinsstaðasvæðinu. Ljóst er að fara þarf í talsverðar aðgerðir til að tengja fyrirhugað svæði við hitaveitukerfið. Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málinu með Skagafjarðarveitum.

3.Orkufundur 2021

2104179

Orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga, sem stóð til að halda í maí á síðasta ári en var frestað, var haldinn í fjarfundi föstudaginn 14. janúar 2022 Yfirskrift fundarins var orka og matvælaframleiðsla. Á fundinum voru rædd tækifæri og áskoranir í orku og matvælaframleiðslu á Íslandi.

Nefndin hvetur alla áhugasama að kynna sér málið á heimasíðu Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 14:15.