Ungmennaráð

8. fundur 26. október 2021 kl. 16:00 - 17:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Gröndal embættismaður
  • Íris Helga Aradóttir
  • Óskar Aron Stefánsson
  • Mikael Jens Halldórsson
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal Forstöðumaður íþrótta- og frístundamála.
Dagskrá

1.Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar - fundagerðir

2003113

1.
Fundatímar
a.
Ákveðið að fundatímar skuli vera síðasti þriðjudagur hvers mánaðar milli kl. 16:00-17:00. Þó ákveðið að boða annan fund að tveimur vikum liðnum vegna dræmrar mætingar á þennan fund.

2.
Fundargerðir fél- og tóm
a.
Frístundastjóri fór yfir helstu mál sem höfðu verið til umræðu á síðustu fundum. Vinna við fjárhagsáætlun væri í gangi og því væri mikilvægt að koma málum á framfæri, ef einhver væru, sem hefðu í för með sér einhver kostnað. Verður tekið nánar fyrir á næsta fundi.

3.
Samgöngumál - snjómokstur
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum hvernig snjómokstri á að vera háttað í dreifbýlinu og tekur þar dæmi af mokstri síðustu vetra í Fljótunum. Frístundastjóri mun kanna málið og svara á næsta fundi.

4.
Sundlaugin á Sólgörðum
a.
Fulltrúi GaV segir breytingar á opnunuartíma vetrarins vera til bóta.

5.
Skólahúsnæðið á Sólgörðum
a.
Fulltrúi GaV óskaði eftir upplýsingum um stöðuna á fyrirhuguðum framkvæmdum við skólahúsnæðið á Sólgörðum. Hefur ákveðnar áhyggjur vegna seinagangs við að hefja framkvæmdir. Frístundastjóri mun afla upplýsinga og kynna á næsta fundi.


6.
Ungmennaþing og skuggakosningar
a.
Hugmynd að skuggakosningu, vegna sveitastjóranarkosninga n.k. vor, samhliða ungmennaþingi rædd. Mikill áhugi fyrir því að vera með kosningar. Stefnt að kosningu í grunnskólunum og FNV.

7.
Fundur með Félags- og tómstundanefnd
a.
Frístundastjóri mun finna fundartíma með Ungmennaráði og félags- og tómstundanefnd og boða ráðið með góðum fyrirvara.Ekki fleira rætt.
Næsti fundur boðaður 9. nóvember kl. 16:00.

Fundi slitið - kl. 17:00.