Ungmennaráð

1. fundur 22. nóvember 2017 kl. 16:00 - 17:25 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar

 

Fyrsti fundur

22. nóvember 2017 kl. 16:00-17:25

í Ráðhúsinu Sauðárkróki

 

Fundinn sátu:

Telma Ösp Einarsdóttir, formaður (fulltrúi UMSS)

Júlía Agar Huldudóttir, varaformaður (fulltrúi GaV)

Eysteinn Ívar Guðbrandsson (fulltrúi FNV)

Birta Líf Hauksdóttir (fulltrúi Árskóla)

Þórður Ari Sigurðsson (fulltrúi Árskóla)

Jódís Helga Káradóttir (fulltrúi Varmahlíðarskóla)

Anna Sif Mainka (fulltrúi GaV, varamaður)

Þorvaldur Gröndal starfsmaður, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála

 

Dagskrá:

 

Reglur um Ungmennaráð.Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti fyrir ráðinu þær reglur sem ráðinu ber að starfa eftir.

 1. Kosning í embætti,
  Telma Ösp bauð sig fram í embætti formanns og Júlía í embætti varaformanns. Tillögurnar samþykktar samhljóða. Enn á eftir að skipa í embætti ritara.

 2. Gangbraut í Varmahlíð.
  Jódís lagði til að sett yrði gangbraut í Varmahlíð ofar á Norðurbrún en sú sem fyrir er. Sú gangbraut myndi þvera veginn í beinu framhaldi af göngustíg sem liggur frá Varmahlíðarskóla og niður brekkuna við hótelið. Þorvaldi falið að kanna málið frekar.

 3. Frístundastrætó.
  Fulltrúar grunnskólanna í Varmahlíð og austan Vatna óska eftir því að ferðum Frístundastrætó verði fjölgað þannig að krakkar og ungmenni þaðan geti sótt fleiri tómstundir og íþróttir. Þorvaldur mun kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi, þ.e. hvaða dagar væru heppilegastir, tímasetningar og hvað auknar ferðir myndu kosta.

 4. Aukið samstarf / aukinn samgangur innan sveitarfélagsins.
  Allir fulltrúar ungmennaráðsins sammála um mikilvægi þess að leita allra leiða til að efla samstarf/samgang ungmenna í sveitarfélaginu. Fulltrúar ungmennaráðsins munu kasta hugmyndum sín á milli fram að næsta fundi.

 5.  Vinadagurinn.
  Fulltrúar grunnskólanna utan Sauðárkróks sammála um nauðsyn þess að endurskoða hugmyndina á bakvið Vinadaginn er kemur að unglingunum. Eru ekki mótfallin hugmyndinni sem slíkri en finnst mikilvægt að breyta honum þannig að dagurinn verði meira aðlaðandi fyrir þá. Fulltrúarnir sammála um að stemmningin hafi verið meiri í upphafi en finnst breytingarnar sem gerðar voru á síðasta ári ekki góðar, þ.e. þeim fannst betra þegar dagurinn byrjaði á dagskrá í íþróttahúsinu. Ekki mikil stemmning fyrir deginum eins og fyrirkomulagið er núna og finnst þeim þau hálfpartinn vera neydd til að fara og taka þátt. Hugmynd um að brjóta hópana upp, t.d. hafa 1.-7. bekk sér og 8.-10. bekk sér. Unglingarnir vilja fá að hafa meiri aðkomu að deginum.

 6. Önnur mál:
  Þorvaldur ræddi mikilvægi þess að fulltrúar í ungmennaráðinu myndu kynna sér þau mál sem væru til umræðu hverju sinni innan stjórnsýslunnar og vörðuðu börn og ungmenni. Þorvaldur mun upplýsa ungmennaráðið um þau mál sem tekin eru fyrir innan fræðslu- og félags- og tómstundanefndar er snerta þau. Með þessu væru fulltrúar ungmennaráðsins undirbúnir til að fjalla um þessi mál á sínum fundum til þess að geta bókað sína afstöðu til málanna, kjósi ráðið að taka málin fyrir. Þorvaldur og formaður ungmennaráðsins ákveða hvort tiltekin mál verða tekin fyrir við dagskrágerð hvers fundar.

Ekki fleira rætt.

Næsti fundur boðaður 15. janúar kl. 16:15.

Fundi slitið kl. 17:25