Umhverfis- og tækninefnd

80. fundur 15. nóvember 2000 kl. 13:00 - 16:44 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar

Fundur 80 - 15.11.2000

 

Ár 2000, miðvikudaginn 15. nóvember kl.13 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

           

Mætt voru:

            Stefán Guðmundsson

            Sigrún Alda Sighvats

            Árni Egilsson

            Örn Þórarinsson

            Jóhann Svavarsson

            Hallgrímur Ingólfsson

            Óskar S. Óskarsson

            Jón Örn Berndsen

           

Dagskrá:

 1. Flæðar Sauðárkróki
 2. Vamahlíð - Umsókn um land fyrir sumarhús
 3. Bréf frá framkvæmdadeild orlofssjóðs KÍ
 4. Lækjarbrekka 8 Steinstaðabyggð, fyrirspurn v. bílgeymslu
 5. Hásæti - afstöðumynd - Búhöldar -
 6. Vík Skagafirði - Fjós og gjafaaðstaða - viðbygging
 7. Melur II Skagafirði - Loðdýrahús, fóðursíló
 8. Mýrar í Sléttuhlíð - Umsókn um leyfi til að fjarlægja geymsluhús
 9. Stóra Brekka Fljótum - Umsókn um leyfi til að fjarlægja hlöðu og geymsluhús
 10. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 19.10.2000. varðandi tillögu að matsáætlun Villinganesvirkjunar
 11. Aðalgata 10b umsókn um leyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis -RKÍ
 12. Sæmundargata 13 umsókn um leyfi fyrir breyttri notkun
 13. Tröllaskagi - Drög að matsáætlun. - áður á dagskrá 25.10. sl
 14. Frá byggðarráði 25.10.sl. - "Ólafsvíkuryfirlýsingin"
 15.  Frá byggðarráði 25.10.sl. - Bréf Húnaþings vestra varðandi urðun úrgangsefna.
 16. Bréf Vegagerðar ríkisins og  Nátturuverndar ríkisins dags. 01.11. 2000.
 17. Skýrsla um störf Náttúruverndarráðs 1997-2000.
 18. Fundur byggingarfulltrúa 30 og 31. október sl.
 19. Málþing um reiðvegi að Hólum 7.nóvember sl.
 20. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

1. Fyrir fundinum liggur til afgreiðslu lóðarumsókn Trésmiðjunnar Eikar sf. um lóð fyrir skrifstofu og þjónustuhúsnæði á Flæðunum, og endurumsókn Guðmundar Márussonar fh. eldri borgara um byggingarlóð á Flæðunum. Eftirfarandi tillaga var samþykkt með þermur atkvæðum. “Umsókn Trésmiðjunnar Eikar sf. er hafnað þar sem umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Endurúthlutun lóðar til Félags eldri borgara um lóð á Flæðunum er frestað. Ástæðan er að meirihlutaflokkarnir í Sveitarstjórn Skagafjarðar hafa ákveðið að taka gildandi deiliskipulag Flæðanna til endurskoðunar. Engin lóðarúthlutun á svæðinu getur farið fram fyrr en fyrir liggur endurskoðað skipulag.” Sigrún Alda greiddi atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað. “Meirihluti sveitarstjórnar hefur ákveðið að hefja vinnu við endurskipulagningu Flæðanna. Á þeim forsendum tel ég að eðlilegt hafi verið að hafna báðum umsóknunum.” Jóhann Svavarsson sat hjá.


2. Varmahlíð - Viggó Jónsson á Sauðárkróki, fh undirbúningshóps að stofnun fyrirtækis um byggingu og rekstur sumarhúsa, sækir um land fyrir sumarhúsabyggð í Varmahlíð á svæði sem í Aðalskipulagi Varmahlíðar er fyrirhugað sumarhúsasvæði. Nefndin tekur, fyrir sitt leiti, jákvætt í málið. Samþykkt að fela byggingarfulltrúa að skrifa Varmahlíðarstjórn og óska eftir landinu til umráða og deiliskipulagningar í þessu skyni. Einnig Vatnsveitufélagi Varmahlíðar vegna neysluvatns.


3. Lagt fram bréf Hilmars Ingólfssonar formanns orlofssjóðs KÍ dags. 27.10.2000 varðandi tengi- og lóðargjöld og annað er varðar rekstur sumarhúsasvæðis á Steinstöðum. Tæknideild falið að svara erindinu.


4. Lækjarbrekka 8 Steinstöðum. Benedikt Björnsson arkitekt fh. húseiganda sækir um breytingu á byggingarreit vegna bílgeymslu við húsið. Vegagerð ríkisins, sem umsagnaraðili í málinu legst gegn breytingunni vegna þess að fjarlægð frá miðlínu vegar verður aðeins 8,5 m. Lágmarksfjarlægð húsa frá vegi samkvæmt vegalögum 1994 nr. 45, 6. maí er 15 m. Af ofangreindum ástæðum getur Umhverfis- og tækninefnd ekki samþykkt erindið.


5. Lagt fram bréf Þórðar Eyjólfssonar fh. Búhölda þar sem óskað er eftir samþykki nefndarinnar varðandi afstöðu hússins nr. 1 við Hásæti og fyrir sameginlegu bílastæði norðan við húsið. Erindið samþykkt


6. Vík Skagafirði - Sigurður Sigfússon Vík sækir um leyfi til að byggja við fjósið í Vík. Viðbyggingin er fóðurgangur og gjafaaðstaða, flatarmál 138,9 m2 og 561 m3 Meðfylgjandi teikning gerð af Stoð ehf. dagsett  í október 2000. Erindið samþykkt.


7. Melur II í Skagafirði - Jón Sigurðsson óskar eftir heimild til að færa fóðursíló sem í dag stendur 5 m sunnan við húsið inn í húsið. Sílóið kemur til með að standa upp úr þaki hússins. Erindið samþykkt


8. Mýrar í Sléttuhlíð - Eggert Jóhannsson Felli sækir um leyfi til að fjarlægja gamla geymslu, áður íbúðarhúsið á Mýrum, byggð út timbri 1935. Mannvirkið er að hruni komin . Erindið samþykkt.


9. Stóra Brekka í Fljótum. Arnbjörg Lúðvíksdóttir og Hjálmar Jónsson sækja umleyfi til að fjarlægja hlöðu byggða 1951 og geymslu úr timbri byggða sama ár. Bæði þessi mannvirki eru  mjög léleg. Erindið samþykkt.


10. Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Héraðsvatna dagsett 19. október sl.  varðandi ákvörðun um tillögu að matsáætlun Villinganesvirkjunar.


11. Aðalgata 10b Sauðárkróki - Rauði kross Íslands hefur fest kaup á hluta húseignarinnar og hyggst flytja þangað starfsemi sína. Óskað er eftir heimild nefndarinnar til þess, svo og til að klæða utan austur- og norður hlið hússins, breyta innréttingu og póstaskipan í gluggum.  Byggingarfulltrúa falið að afla betri gagna.


12. Sæmundargata 13 Sauðárkróki - Sigurveig Dögg Þormóðsdóttir óskar eftir heimild Umhverfis - og tækninefndar til að reka í húsinu sjúkraþjálfunarstofu. Meðfylgjandi umsókn er þinglýstur húsaleigusamningur, ljósrit af skýrslu Brunavarna Skagafjarðar og ljósrit af staðfestingu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti.


13. Jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar - Drög að matsáætlun - Borist hafa drög að matsáætlun vegna jarðgangna og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga. Vegagerðin, sem framkvæmdaraðili, hefur samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum gert  þessa tilllögu að matsáætlun. Í tillögunni koma m.a. fram upplýsingar um mögulegar framkvæmdir, stutt lýsing á framkvæmdasvæðinu, afmörkun líklegs áhrifasvæðis og upptalning á rannsóknum. Óskað er eftir að ábendingar og athugasemdir verði sendar Stefáni G. Thors hjá VSÓ ráðgjöf.  Málið ítarlega rætt og því enn frestað.


14. Bréf frá Sambandi Ísl. sveitarfélaga dagsett 16. október sl. varðandi Ólafsvíkuryfirlýsinguna lagt fram. Bréfinu var vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði. Eftir miklar umræður var málinu vísað til næsta fundar.


15. Bréf frá Húnaþingi vestra dagsett 17. október 2000 varðandi urðun úrgangsefna í Skagafirði, lagt fram. Bréfinu var vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði. Tekið er jákvætt í erindið og tæknideild falið að vinna málið áfram.


16. Bréf dagsett 01.11.2000 frá Vegagerð ríkisins og Náttúruvernd ríkisins varðandi auglýsingar við vegi lagt fram. Bréfið er undirritað af Helga Hallgrímssyni og Árna Bragasyni og er sent öllum sveitarfélögum.


17. Skýrsla um störf Náttúruverndarráðs 1997-2000. Borist hefur skýrsla um störf Náttúruverndarráðs 1997-2000 og liggur hún frami hjá byggingarfulltrúa fyrir þá sem vilja kynna sér hana


18. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir störfum fundar byggingarfulltrúa sem haldinn var í Reykholti dagana 30 og 31 október sl. og hann sótti.


19. Byggingarfulltrúi sagði frá málþingi um reiðvegi sem hann sótti að Hólum í Hjaltadal 7. nóvember sl.


20. Önnur mál.

a. Snjómokstur, Lagðar fram áætlanir um snjómokstur í Sveitarfélaginu og þá tengiliði sem umboð hafa til að panta snjómokstur.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1644

 

Jón Örn Berndsen.

Stefán Guðmundsson

Sigrún Alda Sighvats

Jóhann Svavarsson

Árni Egilsson

Óskar Óskarsson

Hallgrímur Ingólfsson