Umhverfis- og tækninefnd

73. fundur 24. júlí 2000 kl. 09:30 - 12:05 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 73 – 24.07.2000

 

            Ár 2000, mánudaginn 24. júlí kl. 0930 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Sigurður H. Ingvarsson, Jón Örn Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

 1. Aldamótaskógar - bréf frá Skógræktarfélagi Skagafjarðar dagsett 13 júlí 2000.
 2. Umsókn um byggingu Reiðhallar í Flæðagerði - Sveinn Guðmundsson f.h. undirbúningsnefndar.
 3. Glæsibær (Fellshreppi) - Umsókn um utanhússklæðningu - Óskar Hjaltason.
 4. Naust, Hofsósi - Umsókn um leyfi til að endurbyggja hjall - Árni Páll Jóhannsson.
 5. Bjarnarstaðarhlíð - Umsókn um leyfi til að endurbyggja fjós og stækka.
 6. Umsókn um lagningu ljósleiðara í Sauðárkróki - Fjölnet ehf. Áður á dagskrá 5. júlí 2000.
 7. Freyjugata 42 - Umsókn um leyfi til að byggja bílskúr - Páll Friðriksson.
 8. Móskógar í Fljótum -  Umsókn um stöðuleyfi fyrir 6 m2 geymsluskúr - Guðmundur Ragnarsson f.h. Móskóga ehf..
 9. Glæsibær (Staðarhreppi) - Umsókn um leyfi til að breyta áðursamþykktum teikningum af íbúðarhúsi - Sigurður Stefánsson.
 10. Hamar í Hegranesi - Sótt um leyfi fyrir breyttri notkun fjárhúsa og byggingu haugkjallara - Sævar Einarsson, Hamri.
 11. Eyjaskip ehf.  Þ.Ómar Unason - Umsögn um vínveitingarleyfi.
 12. Árgarður. Guðmunda Sigfúsdóttir - Umsögn um vínveitingarleyfi.
 13. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Aldamótaskógar - lagt fram bréf frá Ragnheiði Guðmundsdóttur f.h. Skógræktarfélags Skagfirðinga, dagsett 13. júlí 2000. Jafnframt voru lögð fram "drög að samningi" vegna lands undir Aldamótaskóg á Steinsstöðum. - Samþykkt að fela formanni og byggingafulltrúa að ganga frá samkomulagi um land og girðingar. Sigrún Alda vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

 

2. Sveinn Guðmundsson, f.h. undirbúningsnefndar um byggingu reiðhallar í Flæðagerði, sækir um leyfi til að byggja reiðhöll í Flæðagerði. Framlagðar teikningar eru frá Stálbæ ehf, dagsettar 14. júlí 2000. Húsið er að flatarmáli 2.940 m2 og 16.700 m3, stálgrindahús klætt stáleiningum. - Erindið samþykkt, fyrirvari gerður um endanlegt samþykki heilbrigðisfulltrúa.

 

3. Glæsibær (Fellshreppi) - Óskar Hjaltason sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið í Glæsibæ, Sléttuhlíð. - Erindið samþykkt.

 

4. Naust, Hofsósi - Árni Páll Jóhannsson sækir um leyfi til að endurbyggja fiskhjall í Naustinu. Meðfylgjandi teikning gerð af Árna Páli Jóhannssyni. - Samþykkt.

 

5. Bjarnarstaðahlíð - Gísli Jóhannsson sækir um leyfi til að endurbyggja fjósið og stækka það samkvæmt teikningu frá byggingarþjónustu Bændasamtaka Íslands. Teikning dagsett 11.07.2000 undirrituð af Magnúsi Sigsteinssyni. - Erindið samþykkt.

 

6. Bréf Fjölnets ehf dags. 13.07.2000 tekið fyrir. Þar er óskað eftir leyfi til að leggja ljósleiðara frá verkstæði Rafveitu Sauðárkróks, Borgarflöt 3, að húsnæði Hvítt og Svart ehf að Borgarflöt 1.

Þá er sótt um leyfi til lagningar ljósleiðaranets um Sauðárkrók skv. meðfylgjandi teikningum. - Erindið samþykkt enda verði verkið unnið undir eftirliti tækni­deildar og veitustjóra. Þeim falið að gera drög að samningi við Fjölnet um dreifikerfið.

 

7. Freyjugata 42 - Páll Friðriksson sækir um leyfi til að byggja bílskúr á lóðinni. Framlögð teikning gerð af Arkitekt Árna, dags. 05.00. Bílgeymslan er 50 m2 og 159 m3. Fyrir liggur samþykki nágranna. - Samþykkt.

 

8. Guðmundur Ragnarsson, f.h. Móskóga ehf, sækir um stöðuleyfi fyrir 6 m2 vegagerðarskúr á lóð við íbúðarhúsið í Móskógum. - Samþykkt.

 

9. Sigurður Stefánsson sækir um leyfi til að byggja tvíbýlishús á áður samþykktum byggingarreit fyrir einbýlishús í landi Glæsibæjar. Framl.teikning gerð af Stoð ehf, dags. í júlí 2000. Húsið er 260 m2, 776 m3. - Samþykkt.

 

10. Hamar í Hegranesi - Sævar Einarsson sækir um leyfi til að breyta notkun fjárhúsa í geldneytahús og að byggja haugkjallara. Framl. teikning gerð af Stoð ehf, dagsett í júlí 2000. - Samþykkt.

 

11. Bréf Elsu Jónsdóttur, skrifstofustjóra Skagafjarðar, þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um erindi Eyjaskipa varðandi leyfi til að selja bjór í farþegaskipi Eyjaskipa. - Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

12. Bréf Elsu Jónsdóttur, skrifstofustjóra Skagafjarðar, þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um erindi Guðmundu  Sigfúsdóttur um leyfi til vínveitinga í félagsheimilinu Árgarði að Steinsstöðum. Umhverfis- og tækninefnd gerir ekki athugasemd við erindið en vísar því til sveitarstjórnar að hún setji skýrar reglur um meðferð áfengis í félagsheimilum í eigu Sveitarfélagsins.

 

13. Önnur mál engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1205.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                                         Sigurður H. Ingvarsson

Sigrún Alda Sighvats

Árni Egilsson                                                            

Helgi Thorarensen