Umhverfis- og tækninefnd

69. fundur 24. maí 2000 kl. 13:00 - 16:17 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 69 – 24.05.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn 24. maí kl. 1300 kom umhverfis og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Páll Sighvatsson, Ingibjörg Hafstað, Hallgrímur Ingólfsson, Óskar S. Óskarsson og Jón Örn Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

 1. Reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
 2. Bryggjugerð í Hofsósi - fundargerð hafnarstjórnar 11. maí 2000 - erindi frá sveitarstjórn.
 3. Akurhlíð 1.
 4. Umsókn um lóð við Faxatorg fyrir skrifstofuhúsnæði - Trésmiðjan Eik ehf.
 5. Skiptabakki - lóðaleigusamningur.
 6. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir strengframkvæmd í Varmahlíð - Rarik.
 7. Lagning göngustíga og gerð göngubrúar á Hólum - Gunnar Rögnvaldsson fh. Ferðaþjónustunnar á Hólum.
 8. Lazar's ehf. - umsögn um vínveitingaleyfi á Aðalgötu 16.
 9. KS Varmahlíð - umsögn um vínveitingaleyfi.
 10. Víðimýrarkirkja - umsókn um leyfi fyrir tvö aðstöðuhús - Haraldur Helgason arkitekt fh. Þjóðminjasafnsins.
 11. Freyjugata 42 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu - Páll Friðriksson.
 12. Borgarflöt 2 Sauðárkróki - umsókn um leyfi fyrir útlitsbreytingu.
 13. Fornós 10 viðbygging - umsókn um byggingarleyfi.
 14. Drekahlíð 7 Sauðárkróki - umsókn um leyfi fyrir skjólgirðingu - Birgitta Pálsdóttir.
 15. Vegur að sumarbústað Guðbrands Þ. Guðbrandssonar í landi Eggjar í Hegranesi.
 16. Erindi KS varðandi olíugeyma í Varmahlíð.
 17. Þel ehf. á Gránumóum - umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús.
 18. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

 

 1. Reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði tekin til fyrri umræðu. Reglugerðinni vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

1. Bryggjugerð í Hofsósi - erindi vísað til nefndarinnar frá sveitarstjórn. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund.  Beiðni hefur borist frá Vesturfarasetrinu um að fá að staðsetja tímabundið styttu af Þorfinni Karlsefni austan ættfræðisetursins. Leyfi samþykkt til eins árs.

2. Akurhlíð 1 - lagt fram svar íbúa við Brennihlíð 1, 3, 5 og 7 við grendarkynningu vegna stækkunar á byggingarreit verslunarinnar. Fram kemur að íbúar húsanna við Brennihlíð 1, 3, 5 og 7 telja algjörlega óásættanlegt að verslunin sé stækkuð til norðurs um 15 metra.

3. Umsókn um lóð við Faxatorg fyrir skrifstofuhúsnæði. Húsið verður allt að 1000 m2 að grunnfleti og þrjár hæðir. Nefndin óskar eftir viðræðum við fulltrúa frá umsækjendum, Trésmiðjunni Eik ehf.

4. Skiptabakki - lagður fram kaupsamningur og afsal varðandi húseignir sveitarfélaganna Bólstaðarhlíðarhrepps og Skagafjarðar við Skagafjarðardeild ferðaklúbbsins 4x4. Þar er kveðið á um að byggingarfulltrúi úthluti húsinu 1 - 1,5 ha. leigulóð undir húsið. Samþykkt að fela byggingarfulltrúa það.

5. Rarik sækir um leyfi fyrir eftirfarandi strengframkvæmdum:

¨      Blönduhlíðarlína

¨      Varmahlíð.

Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna lagnaleiðir og hverjar loftlínur verða  teknar niður.  Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6. Erindi Ferðaþjónustunnar á Hólum dags. 15.05.2000 tekið fyrir. Þar er óskað eftir leyfi til að merkja og stika gönguleiðir og gera göngubrú á Víðinesá. Brúin er hugsuð fyrir sumarumferð og verður tekin af á hausti. Fyrir liggur samþykki eigenda Víðiness. Erindið samþykkt og byggingarfulltrúa falið að fylgjast með málinu.

7. Aðalgata 16 - Lazar's - óskað umsagnar um vínveitingaleyfi. Erindið samþykkt.

8. KS Varmahlíð - óskað umsagnar um vínveitingaleyfi. Erindið samþykkt.

9. Víðimýrarkirkja - bréf Þjóðminjasafnsins dags. 12. maí 2000 undirritað af Haraldi Helgasyni arkitekt. Þar er sótt um heimild til að reisa tvö þjónustuhús skv. teikningu Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf. Erindið samþykkt.

10. Freyjugata 42 Sauðárkróki - sótt um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni samkvæmt teikningu Arkitekts Árna dags. 05.00. Byggingarfulltrúa falið að afla álits nágranna.

11. Borgarflöt 2 Sauðárkróki - sótt er um leyfi til að setja dyr á suðurhlið samkvæmt teikningu Vals Ingólfssonar dags. í maí 2000. Samþykkt.

12. Fornós 10 Sauðárkróki - Sigurður Eiríksson sækir um leyfi til að byggja við húsið í samræmi við teikningar frá Arkitekt Árna. Byggingarfulltrúa falið að afla álits nágranna.

13. Drekahlíð 7 Sauðárkróki - sótt er um leyfi til að byggja skjólvegg á lóðarmörkum Drekahlíðar 7 að norðan. Framlögð teikning gerð af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing. Samþykkt.

14. Sumarbústaður í landi Eggjar í Hegranesi - Guðbrandur Guðbrandsson sækir um leyfi fyrir nýtt vegstæði að sumarbústaðnum. Fyrir liggur samþykki landeiganda. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

15. Bréf dagsett 16. maí 2000, varðandi framkvæmdir við nýja olíugeyma í Varmahlíð. Erindinu frestað.

16. Eridni Þels ehf. á Gránumóum, varðandi byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús á Gránumóum. Húsið er samkvæmt teikningu frá Stoð ehf. dags. í maí 2000. Samþykkt.

17. Önnur mál.

a)      Bréf til Sveitarstjórnar Skagafjarðar, varðandi nöfn á götur í nýskipulögðu hverfi á Sauðárhæðum. Óskað er eftir að nöfnunum verði breytt. Undir bréfið rita Kári Þorsteinsson og Pálmi Jónsson fh. Búhölda.  Samþykkt nefndarinnar er að ekki sé ástæða til að breyta áður samþykktum nöfnum á götunum. Ingibjörg Hafstað og Páll Sighvatsson sitja hjá.

b)      Lagðar fram til kynningar teikningar frá Guðmundi Gunnarssyni byggingarverkfræðing á fyrirhugaðri reiðhöll í Flæðigerði. Teikningar eru fyrirspurnarteikningar til kynningar.

Sigrún Alda vék af fundi vegna anna og tók ekki þátt í afgreiðslu liða nr. 5 til og með 15. Hallgrímur Ingólfsson vék af fundi eftir afgreiðslu liðar nr. 2.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1617.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen

Páll Sighvatsson

Sigrún Alda Sighvats

Árni Egilsson

Ingibjörg Hafstað